Fréttablaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 67
7 MENNING
getum við gert það? Það er líka
réttmæt spurning hvort slíkt upp-
átæki hafi skyggt á þá 200 lista-
menn sem voru á hátíðinni að
kynna list sína eða hvort ísjakinn
hafi mótað viðtökur þeirra sem
nutu listaverkanna.“
Hættan er því sú að mati Bjarka
að umbúðirnar verði alltumlykj-
andi á kostnað innihaldsins og þar
af leiðandi til trafala.
„Sú söluvara sem við búum til af
menningunni er tiltölulega einhæf,
það er allt eins undir þessum hatti
menningarvitundarinnar. Það er
ekki nóg til að svala menningar-
legum þorsta heillar þjóðar. Þess
vegna þarf að vera til menningar-
stefna sem passar líka upp á að það
sé til eitthvað sem heitir framúr-
stefna. Við búum við menningar-
kerfi sem er eins og risastórt fljót,
svo stórt að það er hætt við því að
við greinum ekki ekki kvíslarnar
í kring. Og það gæti reynst okkur
hættulegt.“
Menning er líka lífsnauðsynleg
Bjarki telur nauðsynlegt fyrir
Íslendinga að taka menningar-
stefnu sína fastari tökum. Hrunið
og eftirköst þess gefi gott tækifæri
til þess.
„Ég kasta til dæmis því fram að
efnahagshrunið hefði ekki orðið
jafn bratt og eins mikið hefðum við
hugað betur að menningarsviðun-
um,“ segir hann. „Menningin er jú
grundvöllur alls, hún fóðrar pólit-
ísku sviðin og efnahagssviðin, end-
urnýjar okkar symbólska tákn-
heim og gerir okkur mennsk. Þetta
er eitthvað sem þarf alltaf að huga
að og hafi einhvern tímann verið
möguleiki á því, þá er það núna.“
Ein leiðin til að hlúa betur að
menningarsviðinu sé að verja
meira fé til þess.
„Alla málaflokka samfélagsins
vantar í sjálfu sér fjármagn. Það
hefur hins vegar loðað við menn-
inguna að hún sé einhver lúxus-
málaflokkur sem má hlúa að í góð-
æri en þegar harðnar á dalnum
verði peningarnir að fara í mála-
flokka sem eru lífsnauðsynlegir, til
dæmis heilbrigðisþjónustu. Menn-
ingin er hins vegar líka lífsnauð-
synleg, bara á annan hátt því hún
fóðrar hina málaflokkana og gefur
þeim meiningu.“
Breytt forgangsröðun á menn-
ingu krefst hins vegar ekki aðeins
fjármagns, segir Bjarki, heldur
almennrar viðhorfsbreytingar.
„Hún þyrfti að ná til fjölmiðla
og annarra almannasviða; það
þyrfti til dæmis að koma á þrosk-
aðra samstarfi milli markaðarins
og menningargeirans og móta nýja
orðræðu til að gera fólki þýðingu
menningarsviðanna ljósa.“
Tölur á kostnað innri gilda
Ríkisfjármögnuð menningarstarf-
semi hefur átt í vök að verjast
undan farið og þau sjónarmið verið
uppi að það sé ekki réttlætanlegt
að verja skattfé til að kosta listir
og sköpunarstarf. Fulltrúar menn-
ingargeirans hafa svarað þeirri
gagnrýni á markaðsforsendum;
að menningarstarfsemi skili arði,
eins og nýleg skýrsla um veltu
skapandi greinar ber vitni um.
„Við förum fyrst að taka eftir
mikilvægi menningar þegar við
getum töluvætt hana. Menningin er
Björk og Sigur Rós eru frábærir lista-
menn en þegar maður hlustar á tónlist
þeirra leitar hugurinn ekki endilega til
náttúrunnar eða íslensku menningarvitundarinn-
ar, heldur kannski eitthvert allt annað. En það fer
ekki á milli mála í hvaða átt ímyndinni er stýrt,
hún er oft smættuð niður í einhverja klisju.
„Næst þér“
í ræktinni
NIKE PRO
Innra byrði efnisins dregur svita frá húðinni yfir í ytra byrðið þar sem
vökvinn breiðir úr sér á stærra svæði og gufar hratt upp þannig að
húðinn helst þurr og köld og einbeitingin fer í að ná árangir.
Bolur 7.990,-
Buxur 5.990,-
MEDIUM
Impact Sports
Frábær fyrir íþróttir/æfingar sem krefjast meðal stuðnings.
Til dæmis: Spinning, dans og aerobik.
Innri stuðningur veitir gott auka aðhald.
Fjólublár 6.990,-
Appelsínugulur 8.990,-
HIGH
Impact Sports
Mjög góður fyrir allar íþróttir/æfingar sem krefjast mikils stuðnings.
Til dæmis: Hlaup, fótbolti og körfubolti. Toppurinn er með breiða
hlýra og aðlagast brjóstunum vel. Sérútbúnir innri stuðningspúðar
fyrir enn betri stuðning. Verð 12.990,-
LIGHT
Impact Sports
Sérhannaður fyrir íþróttir sem krefjast ekki hámarksstuðnings.
Til dæmis: Göngur, lyftingar og jóga. Tvöfalt innra lag sem
veitir stuðning. Hægt að snúa við og nota beggja vegna.
Verð 5.990,-
vissulega mjög mikilvæg atvinnu-
grein. En ef við einblínum á hana
sem slíka hugsum við einungis um
menningu til hálfs; menning hefur
líka annað umfram hina samfélags-
málaflokkana og það eru hin innri
gildi. Þau gera okkur kleift að end-
urmeta menningu okkar, þekkingu,
fagurfræði, tákn, venjur, siðferði
og svo framvegis.“
Innri gildin séu hins vegar ill-
mælanleg.
„Það er að minnsta kosti ekki
hægt að setja tölulegan kvarða
á þau, við verðum að mæla þau
huglægt. Tölur skipta máli en við
megum ekki tapa okkur í þeim,
heldur verðum við að huga líka að
hinu. Ég greini ákveðna hættu í
orðræðunni núna, til dæmis í sam-
bandi við skýrsluna um hinar skap-
andi stéttir, því það er önnur hlið
á menningu sem er ill mælanleg
en verður líka að fá svigrúm til að
þróast. Það gerist ekki á markaðs-
forsendum með skjótfengna gróða-
von að leiðarljósi, heldur með því
að sá til lengri tíma.“
Hér hafa sveitarfélög og ríki
mikla möguleika, segir Bjarki.
„Sérstaklega sveitarfélögin sem
hafa grunnskólana á sínum snær-
um og hafa því tækifæri til að gera
menninguna að virkari þætti í
skólastarfi. Það væri mjög vænleg
leið til að sá til framtíðar, stuðla
að viðhorfsbreytingu og forgangs-
raða menningu. Þetta er það sem
mér finnst einna áhugaverðast.
Forsendurnar til að ráðast í slík-
ar breytingar eru mjög heppileg-
ar núna og mér þætti synd ef við
létum það tækifæri fara framhjá
okkur.“
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON