Fréttablaðið - 05.03.2011, Síða 70

Fréttablaðið - 05.03.2011, Síða 70
5. mars 2011 LAUGARDAGUR38 1965 LEIKARAFJÖLSKYLDA Carlos Irwin Estevez fæðist í New York hinn 3. septem-ber, yngsti sonur leikarans Martins Sheen og Janet Templeton. Systkini hans, Emilio, Ramon og Renée, eru öll leikarar. Fjölskyldan flyst fljótlega til Kaliforníu og gerir Charlie það gott í hafnaboltaliði skólans síns áður en hann gerist góður vinur drengja á borð við Rob Lowe og Sean Penn, sem síðar verða vinsælir leikarar. Nokkrum vikum fyrir útskrift er Charlie rekinn úr skólanum og ákveður þá að gerast leikari. Honum bregður fyrst fyrir í kvikmyndinni The Execution of Private Slovik árið 1974, níu ára gömlum. 1984 Á TOPPINN Fyrsta alvöru hlutverk sitt fær Sheen í kvik-myndinni Red Dawn. Aukahlutverk í unglinga- myndinni Ferris Bueller‘s Day Off og aðalhlutverk í stríð- og Óskarsverðlaunamynd Olivers Stone, Platoon, fylgja í kjölfarið árið 1986. Ári síðar, 1987, hlýtur Charlie mikið lof fyrir frammistöðu sína í annarri mynd eftir Oliver Stone, Wall Street. Eftir tvær myndir með Emilio bróður sínum, Young Guns (1988) og Men At Work (1990), fer að síga á ógæfuhliðina hjá Charlie í hlutverkavali þegar B-myndir og misgáfulegar grínmyndir taka nær alfarið við hjá honum. 1990 VOÐASKOT Sheen fiktaði við áfengi og fíkniefni á unglingsárum eins og gengur og gerist í Hollywood, en hóf óhófið þó fyrst fyrir alvöru við tökur á myndinni Wall Street árið 1986. „Þá var ég sífullur,“ sagði hann síðar í viðtali. „Tök- urnar fóru fram í New York, ég var að skemmta mér fram til klukkan þrjú eða fjögur á hverri nóttu og þurfti svo að mæta klukkan sex á morgnana til að leika á móti Michael Douglas. Ég skil ekki ennþá hvernig þetta gekk upp.“ Í janúar 1990 er Charlie handtekinn fyrir að skjóta unnustu sína, Kelly Preston, í handlegginn fyrir mistök. Engar kærur eru lagðar fram á hendur honum en samband Sheens og Preston líður undir lok skömmu síðar. Síðar á árinu fer Charlie í sína fyrstu fíkniefnameðferð. 1995 VÆNDISKÚNNI Charlie er eitt af aðalvitnunum í réttar-höldunum gegn Hollywood-mellumömm- unni Heidi Fleiss. Hann segist hafa eytt yfir 50.000 dollurum í þjónustu vændiskvenna Fleiss og segist vera mest fyrir „klappstýru- týpuna“. Sama ár giftist Charlie í fyrsta skipti af þremur, fyrirsætunni Donnu Peele, en þau skilja ári síðar. 1997 er Charlie dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir líkams árás á Brittany Ashland, unnustu sína, og ári síðar tekur hann inn of stóran skammt af kókaíni og gengst undir aðra fíkniefna- meðferð. 2000 VELGENGNI Í SJÓNVARPI Þ etta ár færir Charlie sig yfir í sjónvarp með góðum árangri þegar hann tekur við aðalhlutverki Michaels J. Fox í gamanþáttaröðinni vinsælu Spin City og hlýtur Golden Globe verðlaunin að laun- um. 2003 tekur hann að sér hlutverk nafna síns Charlie Harper í þáttunum Two and a Half Men. Fljótlega verður Sheen launahæsti sjónvarpsleikari sögunnar með allt að tveimur millj- ónum dala fyrir hvern þátt, ef marka má slúður- pressuna. Þættirnir njóta mikilla vinsælda, allt þar til framleiðslu er hætt á þeim í byrjun þessa árs þegar Sheen rakkar niður aðalframleiðanda þáttanna í útvarpsviðtölum. Nú hyggur Charlie á risavaxið skaðabótamál vegna tekju- missisins. 2006 SUBBULEGUR SKILNAÐUR Charlie skilur við eiginkonu númer tvö, leikkonuna Denise Richards, sem hann gift- ist árið 2003 og eignað- ist tvær dætur með. Í hönd fer illvíg barátta fyrir dómstólum, þar sem Richards sakar Sheen meðal annars um heimilisofbeldi, spilafíkn, að horfa á barnaklám og reyna að neyða hana í fóstur eyðingu. Charlie sakar Den- ise á móti um að vera „hæfileika- laust svín“. 2009 UMTAL- AÐUR Sheen er hand-tekinn á jóla- dag í Aspen í Colorado-ríki. Hann viðurkenn- ir að hafa hótað þriðju eiginkonu sinni, Brooke Mueller, með hnífi. Árið eftir er hann dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi, mánaðarlanga fíkniefnameðferð og 36 klukkustunda reiðistjórn- unarnámskeið fyrir vikið. Næsta árið eru fregnir af stjórnlausri hegðun hans tíðar. Í lok árs 2010 sækir hann um skilnað frá Mueller. Í vikunni fjar- lægðu lögregluþjónar 23 mánaða gamla tvíbura hjónanna af heimili Sheens, þar sem hann býr með tveimur nýjum kær- ustum sínum. Charlie lætur einkenni- lega í viðtölum, talar í sífelldum frös- um á borð við „Winning!“, sem hann endurtekur í sífellu, og ótalmargir velta fyrir sér geðheilsu leikarans. Sigrar og töp Charlie Sheen Þrátt fyrir rúman aldarfjórðung í sviðsljósinu hefur Charlie Sheen aldrei verið jafn mikið milli tannanna á fólki og síðustu vikur vegna tíðra frétta af gegndar- lausri eiturlyfjaneyslu, ofbeldi og fleiru miður geðs- legu. Kjartan Guðmundsson stiklar á stóru yfir feril leikarans, sem margir telja helsjúkan á geði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.