Fréttablaðið - 05.03.2011, Side 72

Fréttablaðið - 05.03.2011, Side 72
5. mars 2011 LAUGARDAGUR40 Hinn 5. mars árið 1946, fyrir réttum 65 árum, hélt Winston Churchill, þáverandi for- sætisráðherra Bretlands, tíma- mótaræðu þar sem hann markaði að vissu leyti upphaf heimsmynd- ar kalda stríðsins. „Frá Stettin í Eystrasalti til Trieste í Adríahafi hefur járntjald fallið þvert yfir álfuna,“ sagði Churchill meðal annars í ræðunni, en upp frá því varð þetta hugtak, „járntjaldið“ tákn um hina hug- myndafræðilegu gjá sem myndast hafði milli áhrifasvæða Bandaríkj- anna og Vesturveldanna annars vegar og Sovétríkjanna hins vegar. Austan járntjaldsins færu stjórnvöld í Moskvu með nær öll völd, sagði Churchill, og kommúnista flokkar í löndum Austur-Evrópu væru að eflast og sækjast eftir alræðisvaldi. Í ræðunni varaði Churchill við því að ástandið yrði svipað og fimmtán árum áður þegar Þýska- land nasismans var að ryðja sér til rúms í hjarta Evrópu. Til að koma í veg fyrir að stríð brytist út að nýju þyrfti að bregðast við með ákveðnum hætti. Til þess þyrfti öflugar alþjóðastofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar. Ræðan var flutt innan við ári eftir að Bretland, Bandaríkin og Sovétríkin höfðu fagnað sigri gegn öxulveldunum í seinni heims- styrjöldinni, og fannst mörgum sem Churchill tæki þar ansi djúpt í árinni í gagnrýni sinni á Moskvu, þar sem ekki höfðu allir í hópi Vesturveldanna gefið upp á bát- inn að hægt væri að eiga vinsam- leg samskipti við Sovétríkin. Ræðuna hélt Churchill í West- minster-háskólanum í Missouri- ríki í Bandaríkjunum, en á sama stað árið 1992, 46 árum síðar og þremur árum eftir að járntjaldið sjálft féll, hélt Mikhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, ræðu þar sem hann tilkynnti endalok kalda stríðsins. - þj Heimild: BBC Í ÞÁ TÍÐ: Árið 1946 Winston Churchill boðar nýja heimsmynd í tímamótaræðu Sagði járntjald fallið þvert yfir meginland Evrópu. GÁFAÐUR OG GÓÐUR Thor nefnist þessi Afganhundur sem keppti til úrslita á hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands um liðna helgi. Hann er í eigu Valgerðar Júlíusdóttur, sem segir Thor vera gáfaðan hund með yndislegt geðslag. Afganhundar eru frá Afganistan, stórir, léttir og með mikinn feld. „Ég ver þremur tímum í að baða, blása og greiða Thor í hverri viku,“ segir Valgerður. Sjónarhorn Ljósmynd: Stefán Karlsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.