Fréttablaðið - 05.03.2011, Síða 82

Fréttablaðið - 05.03.2011, Síða 82
5. mars 2011 LAUGARDAGUR50 50 menning@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 5. mars 2011 ➜ Tónleikar 16.00 Hljómsveitin Lame Dudes kokk- ar upp fjölbreytt blúskaffi á Café Rót í dag kl. 16. Frítt inn. Allir velkomnir. 22.00 Hljómsveitin Thin Jim verður með tónleika í kvöld kl. 22 á Kaffi Rósenberg. Flutt verður efni á væntan- legri plötu sveitarinnar ásamt nýju góðgæti. 22.00 Stella Haux og vinir halda tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da í kvöld kl. 22. Ásamt Stellu koma Andrea Jónsdóttir, Andrea Gylfadóttir, Birna Þórðardóttir og hljómsveitin Gæða- blóð fram. Aðgangseyrir er kr. 1200. ➜ Sýningar 16.00 Sýning Ólafar Nordal, Féþúfur og lásagrös, opnar kl. 16 í dag í Suðsuðvestur. Á sýningunni er að finna fjögurra blaða smára frá síðasta sumri ásamt ljósmyndum af fuglaþúfum. Opnunartími Suðsuðvestur er frá 14-17. ➜ Upplestur 14.00 Opið hús Félags eldri borgara í Kópavogi verður í Félagsheimilinu Boðanum kl. 14. Um upplestur sjá Guðlaug Erla Jónsdóttir og Sigurlaug Ólöf Guðmundsdóttir. Guðni Stefáns- son leikur á harmonikku. 16.00 Vinjettuhátíð verður í Narfeyrar stofu í Stykkishólmi í dag kl. 16-18. Lesið verður upp úr verkum Ármanns Reynissonar og Karl Olgeirs- son sér um harmonikkuleik. Félagar úr Leikfélagi Stykkishólms og nemendur úr grunnskólanum lesa upp ásamt höf- undi. Aðgangur er ókeypis. ➜ Dansleikir 20.30 Skvettuball Félags eldri borgara í Kópavogi verður haldið kl. 20.30. Þorvaldur Halldórsson leikur og syngur fyrir dansi. Veitingar á góðu verði. Allir velkomnir. ➜ Myndlist 15.00 Sýningin Þrykkt verður opnuð í Listasal Reykjanesbæjar í dag kl. 15. Á sýningunni eru verk eftir félaga úr félaginu Íslensk grafík auk þess sem sögu grafíkur á Íslandi eru gerð skil. Safnið er opið virka daga frá kl. 12-17 og um helgar frá kl. 13-17. Sýningin stendur til 17. apríl. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN KOMDU Í ÖLL HELSTU PARTÝIN MEÐ OKKUR Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Carmina Burana eftir þýska tón- skáldið Carl Orff verður flutt af 150 ungmennum í dag, á morgun og á mánudag. Háskólakórinn og Sinfóníuhljóm- sveit æskunnar flytja verkið undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Einsöngvarar eru Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Hlöðver Sigurðs- son, Jón Svavar Jósefsson og Pétur Úlfarsson og einleikari á fiðlu er Gunnhildur Daðadóttir. Háskólakórinn var stofnaður árið 1972. Í kórnum syngja nem- endur úr öllum deildum háskól- ans og öðrum menntastofnunum á háskólastigi, bæði íslenskir og erlendir. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins eða Ungfónía, var stofnuð haustið 2004. Hljómsveitin er skipuð nem- endum úr tónlistarskólum af höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 13-25 ára. Einleikarar með hljóm- sveitinni eru jafnan nemendur að ljúka framhaldsnámi erlendis eða eru nýkomnir heim frá námi. Tónleikarnir í dag og á morgun, 6. mars, verða haldnir klukkan 17 en mánudagskvöldið 7. mars klukk- an 20. Miða má panta á netfanginu kor@hi.is og í síma 823 7888. Æskufólk flytur Carmina Burana TÓNLISTARFLUTNINGUR Í LANGHOLTSKIRKJU Gunnsteinn Ólafsson stýrir Ungfóníu á fyrri tónleikum sveitarinnar. Doktorsritgerð Birnu Bjarnadóttur um skáldskap Guðberg Bergssonar kemur út hjá útgáfunni McGill- Queen‘s Kanada í haust. Birna segir mál til komið að skáldskapur Guðbergs fái meiri athygli erlendis. Holdið hemur andann, doktors- ritgerð Birnu Bjarnadóttur um skáldskap og fagurfræði Guðbergs Bergssonar, kemur út í haust á ensku á vegum kanadíska forlags- ins McGill-Queen‘s, einni virtustu útgáfu á sviði fræðirita þar í landi. Í ritinu skoðar Birna verk Guð- bergs í samhengi við hugmyndir innlendra og erlendra skálda og fræðimanna um fagurfræði og skáldskap. „Í stuttu máli fjallar þetta um mörk lífs og skáldskapar,“ segir Birna. „Við vitum að Guðbergur er frægur fyrir að vera einn helsti módernisti íslenskra höfunda og hann er sagður vera arftaki Halldórs, Þórbergs og Gunnars í íslenskum nútímabókmenntum. En það sem ég gerði mér smám saman grein fyrir eftir að ég ákvað að skrifa doktorsritgerð um fagur- fræði Guðbergs er að hann er ekki síður mikilhæft tilvistarskáld.“ Birna segist hafa í rannsóknum sínum ratað inn á ákveðna slóð sem sé gegnumgangandi í verkum Guðbergs. „Og þessi slóð er í rauninni hjartað í heimsbókmenntunum og einnig rauði þráðurinn í vestrænni frásagnarhefð, í rauninni tilvistar- saga mannkyns. Guðbergur er auðvitað alltaf í samræðu við okkur, þjóð sína; hún á sér stað á þessu landi, hún er við okkur og hún fjallar um íslenskt samfélag og sögu þess. En þetta gerir hann með hliðsjón af tilvistar sögunni og hvernig okkur þá sem manneskjum reiðir hrein- lega af í lífinu. Þetta er rauði þráðurinn og út af því fór þetta ferðalag mitt að spanna aldir, því Guðbergur er að rekja aldagamla sögu um tilraun- ina að vera manneskja.“ Birna varði ritgerðina við Háskóla Íslands árið 2003. Sama ár sigldi hún vestur um haf og fékk stöðu við íslenskudeild Háskólans í Manitoba. Fljótlega eftir að út var komið fór hún að svipast um eftir þýðanda til að snara doktorsritgerðinni yfir á ensku. Það gekk eftir en þýðingin tók sinn tíma. Í fyrravor var hún hins vegar komin með endanlega útgáfu þýðingarinnar í hendurnar og sendi hana til McGill-Queen‘s, sem sér hæfir sig í útgáfu rit- rýndra fræðirita. „Þetta er ein af tveimur virt- ustu útgáfum landsins,“ segir Birna, „og langt því frá öruggt þeir myndu fallast á að gefa bók- ina út. Ég held hins vegar að það hafi verið okkar gæfa að ritstjór- inn sem við lentum á reyndist vera ljóðskáld; það var eins og hann skynjaði nógu fljótt að þarna var eitthvað á ferð sem þessi útgáfa gæti haft áhuga á.“ Við tók strangt ferli, þar sem finna þurfti tvo lesendur til að leggja mat á verkið. „Það var ekki hlaupið að því, því þeir þurftu ekki aðeins að vera vel að sér um íslenskar bókmenntir og menningu heldur líka í módern- isma, evrópskum bókmenntum, exístensíalisma og fagurfræði nútímabókmennta.“ Það tókst og í nóvember síðast- liðnum bárust forlaginu umsagnir, sem voru afar jákvæðar. „Ritstjórinn minn þorði að minnsta kosti að ganga svo langt að segja að það kæmi honum á óvart ef verkið yrði ekki samþykkt til útgáfu og í janúar fékk ég loksins jáyrði um að bókin kæmi út í haust og skrifaði undir útgáfusamning. Í umsögnum ritrýna verksins kemur fram að Guðbergur sé mik- ilhæft skáld og hafi margt fram að færa til að dýpka skilning manna á módernísku skáldsögunni, en verk hans séu lítt þekkt utan heima- landsins þar sem hann skrifi á litlu málsvæði. „Það má kannski segja að það sé bæði gæfa Guðbergs og ógæfa að skrifa á íslensku. Hann er höf- undur á heimsmælikvarða sem skrifar á máli sem fáir tala“ segir Birna, sem kveðst gera sér mikl- ar vonir um að útgáfa bókarinnar verði til þess að Guðbergur verði loksins „uppgötvaður“. „Það hefði auðvitað átt að gerast fyrir löngu. Eitt er víst að hann á það skilið.“ bergsteinn@frettabladid.is Andinn haminn í Kanada BIRNA BJARNADÓTTIR Varði doktorsritgerð sína um fagurfræðina í skáldskap Guðbergs við Háskóla Íslands árið 2003. Sama ár hélt hún til Kanada, þar sem hún kennir við Háskólann í Manitoba. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DOMUS VOX Í GRENSÁSKIRKJU Domus Vox, sönghús Margrétar J. Pálmadóttur, efnir til maraþontónleika í Grensáskirkju á sunnudag. Dagskráin hefst með messu klukkan 11, þar sem Stúlknakór Reykjavíkur leiðir sönginn. Að messu lokinni hefst samfelld dagskrá, með tónlist tengdri kærleika og trú, í kirkjunni og safnaðarheimilinu. Miðar verða seldir við innganginn en innifalið í því er bollukaffi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.