Fréttablaðið - 05.03.2011, Side 88

Fréttablaðið - 05.03.2011, Side 88
5. mars 2011 LAUGARDAGUR56 Söngkonan Avril Lavigne hefur trúlofast kærasta sínum, raun- veruleikastjörnunni og fyrr- verandi kærasta Nicole Richie, Brody Jenner. Þess má geta að Jenner er sonur Bruce Jenner og því stjúpbróðir Kardashian- systranna. Parið hefur átt í sambandi í rúmt ár og nýverið sendi Lavigne hljómsveitarmeðlimum sínum mynd sem sýndi trúlofunarhring- inn á fingri hennar ásamt orðun- um: „Ha, ha.“ Vinir hennar segja þó að söngkonan hafi átt von á bónorðinu í nokkurn tíma. „Hana grunaði að Brody mundi biðja hennar þegar þau fóru saman í frí til Frakklands í febrúar,“ var haft eftir innanbúðarmanni. Lavigne trú- lofuð aftur TRÚLOFUÐ Avril Lavigne er trúlofuð kærasta sínum, Brody Jenner, sem er stjúpbróðir Kardashian-systranna. NORDICPHOTOS/GETTY Söngkonan Ashlee Simpson skildi nýverið við eiginmann sinn til þriggja ára, rokkarann Pete Wentz. Hún hefur nú sést nokkr- um sinnum með annan rokkara upp á arminn, engan annan en Travis Barker, trommara hljóm- sveitarinnar Blink 182. Samkvæmt heim- ildarmönnum hefur parið ekki farið hátt með samband sitt þar sem Barker er gamall vinur Wentz. „Ashlee vill ekki að þetta fréttist því hún er hrædd um að Pete muni reiðast,“ var haft eftir innan- búðarmanni. Simpson ást- fangin á ný NÝ ÁST Ashlee Simpson hefur fundið ástina á ný eftir skilnað við Pete Wentz. NORDICPHOTOS/GETTY Stuttu eftir skilnað sinn við körfuknattleiksmanninn Tony Parker hóf leikkonan Eva Longoria samband með Eduardo Cruz, litla bróður leikkonunnar Penelope Cruz. Samkvæmt heim- ildum The National Enquirer er Penelope lítið hrifin af þessu sambandi og óttast að Longoria muni skilja bróður sinn eftir í sárum. „Penelope óttast að Eva sé ekki í sambandinu af heilum hug og að hún eigi eftir að særa Eduardo. Það sem verra er þá telur Penelope að Eva sé aðeins að nota Eduardo til að koma sér í mjúkinn hjá sér og eiginmanni sínum til að landa kvikmynda- hlutverkum. Hún veit að Eduardo getur gert mun betur og finnst að hann ætti að vera með konu sem er nær sér í aldri,“ var haft eftir heimildarmanni sem vildi einnig meina að Penelope hefði neitað að hitta Longoria hingað til. Þolir ekki Longoria ÓSÆTTI Penelope Cruz er óánægð með samband litla bróður síns og leikkon- unnar Evu Longoria. NORDICPHOTOS/GETTY Breski veðbankinn William Hill telur að Matt Damon sé líklegast- ur til að hreppa hlutverk Ástral- ans Julians Assange, stofnanda Wikileaks, í nýrri mynd um síð- una sem er í bígerð. Russell Crowe, sem ólst upp í Ástralíu, er einnig talinn líklegur til að fá hlutverkið. Aðrir sem eru nefndir til sögunnar eru Leonardo DiCaprio, Jude Law, Michael Sheen og Chris Cooper. Leikstjórinn Steven Spielberg og fyrirtæki hans Dreamworks hafa tryggt sér kvikmyndarétt að nýrri bók um Assange og Wikileaks sem kom út í síðasta mánuði eftir tvo blaðamenn breska dagblaðsins Guardian. Bókin fjallar um líf Assange, stofn- un síðunnar árið 2006 og leyniskjölin sem Wikileaks hefur birt. Hlutverk Assange er talið afar eftirsóknar vert og ljóst að margar Hollywood-stjörn- ur verða um hituna. „Bókin er blanda af Woodward og Bernstein [Watergate-blaðamennirnir], Stieg Larsson og Jason Bourne,“ segir ritstjóri Guardian. „Julian Assange er manneskja sem enginn hand- ritshöfundur í Holly- wood hefði getað fundið upp.“ Matt Damon sem Assange MATT DAMON Leikarinn er talinn líklegastur til að túlka Julian Assange. Átakið Öðlingurinn 2011 stóð yfir á þorranum og voru karlmenn á ýmsum aldri fengnir til að tjá sig um jafnréttismál í pistlum sem birtust meðal annars í Fréttablaðinu. Öðlingarnir hittust á fimmtudagskvöld- ið til að ræða málin sín á milli. ÖÐLINGAR KOMA SAMAN Listamaðurinn Hugleikur Dagsson er hér á spjalli við Ágústu Heru Harðardóttur fatahönnuð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þórdís Elva Þorvaldsdóttir er upphafskona átaksins; hér er hún ásamt Sigurði Páli Pálssyni. Guðni Már Harðarson og Árni Beinteinn Árnason létu sig ekki vanta í gleð- skapinn. Gunnar Hersveinn og Víðir Guðmunds- son voru glaðir í bragði. Bergur Ebbi Benediktsson og Karvel Aðalsteinn Jónsson lögðu átakinu lið. Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, og Ásgeir H. Ingólfsson tóku tal saman. Leikararnir Sandra Bullock og Ryan Gosling áttu í eldheitu ástarsambandi þegar þau unnu saman við tökur á kvikmyndinni Murder by Numbers árið 2001. Sambandið entist þó ekki lengi og parið hætti saman stuttu eftir að tökum á myndinni lauk. Tíma- ritið In Touch vill meina að nú þegar bæði Bullock og Gosling eru aftur á lausu hafi þau tekið aftur upp þráðinn. „Hún hefur alltaf verið svolítið veik fyrir Ryan og ákvað því að hafa samband við hann aftur nú þegar þau voru bæði á lausu. Hann hefur líka sýnt því áhuga að hitta Söndru aftur,“ var haft eftir vini leikkonunnar. Lifir í göml- um glæðum landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Styrkir fyrir námsmenn J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA N B I H F . ( L A N D S B A N K I N N ) , K T . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 Sæktu um námsstyrk Námunnar á landsbankinn.is. Umsóknarfrestur er til 18. mars. Námufélagar eiga nú kost á veglegum námsstyrkjum á framhalds- og háskólastigi fyrir skólaárið 2011-2012. Styrkjum hefur verið fjölgað og styrkupphæðir hækkaðar. Veittir verða styrkir í fjórum flokkum  4 styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms, 200.000 kr.  4 styrkir til háskólanáms (BA/BS/BEd), 350.000 kr.  4 styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi, 400.000 kr.  4 styrkir til listnáms, 400.000 kr.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.