Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1925, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.01.1925, Blaðsíða 7
itmeiningin. Mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi ísUndinga. gefið út af hinu ev. lút. leirkjufdlagi fsl. í Vestrheimi XL. árg'. WINNIPEG, JANÍ AiR 1935. Nr. 1. Hvert stefnir> NýbyrjaÖ ár fyllir fyrsta fjórðung tuttugustu aldar. Mun nokkur fjórÖungur aldar annar jafn-söguríkur verið hafa? Á þessum aldarfjórÖungi hefir háð veriö mesta stríð mannkyns- ins; þjóðhöföingjar hafa oltiS af stóli unnvörpum; stórar þjótS- ir hafa umskapast og nýjar orðið til. Þó er það ekki stríðið og ekki stjórnarbyltingarnar, sem mestri undrun veldur. Það eru vísindin. Ekkert annað tímabil mannkynssögUnnar jafnast á við aldarfjórðung þennan að því er til vísindanna kasta kemur. Með símanum talast menn við þvert yfir meginlandið. Svo er notkun rafmagnsins mikil orðin, að likast er því, sem maður sé kominn í nýjan heim. Nú er rafmagnsöld, og þó að líkind- um að eins byrjuð. Þá eru flutningsfærin nýju. Sjöundi hver maður í Bandaríkjum og Canada á nú bifreið. Vera má, að ekki teljist ])að að öllu leyti til framfara, þegar þess er gætt, að áriö sem leið fórust 22,000 manns af bifreiða-slysum og 600,000 lemstruöust, svo ekki sé farið út í þá sálrna, hvernig bifreiðar eru tiðum notaðar til þess, sem ilt er. A þessu tímabili hafa menn komist upp á það, að ferðast í loftinu, svo bráðum þreyta menn kappflug við fugla himinsins yfir láð og lög. Loftdrekar Zeppelins fara að keppa við haf- skipin miklu um vöruflutning yfir heimshöfin. 1 grískri ])jóð- sögu segir svo, aö endur fyrir löngu hafi maður sá, er Dædalus hét, búið til fyrirtaks vængi úr vaxi. Á þeim flaug Icarus son- ur hans upp að sólinni. En er hann nálgaðist sólina, bráðnuöu vængirnir, og Icarus steyptist í sjóinn og druknaði, senr vonlegt var. Nú fara þeir fljúgandi hringinn í kring um hnöttinn og sakar ekki, og ekki er nema bæjarleið frá New York til San Francisco. Og hvað skal segja um radióf Enn er það í

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.