Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1925, Blaðsíða 21

Sameiningin - 01.01.1925, Blaðsíða 21
15 leitaö æfilangt eftir blessun útvaldra. En ekki,veröur séð, aö það hafi sérstaklega veriS himnasælan, sem Páll þráöi mest. Hnossiö æösta, sem hann 'þráir, er ekiíi unaöur, þessa heims eöa annars, heldur það, að vera Guði líkur. Hann langar til að öðlast hlut.töku í eðli því, sem guðlegt er. Heitasta þráin hans er, að geta orðið fullvaxinn maður í augsýn Drottins. Ekkert er honum eftirsóknar- vert annað en þaö, að geta náð því vaxtarmarki, sem honum var fyrirhugaö, þegar hann var af Drotni kallaður til að verða .þjónn sonarins. Markmiðið, verðlaunin, sem hann af alefli sóktist eftir, var karaktér í líkingu við karaktér Jesú Krists. Að kynnast hon- um'og krafti upprisu hans og að eiga hlutdeild í píslum hans og síðan að dvelja með honum alla tíma, það er himininn sjálfur, í augum Páls. Æfistarfið hans var trúarlegt starf; það, að hvetja menn til að kynnast Guði í Kristi. Upphvatning hans var ávalt á þessa leið: “Vér biðjum í Krists stað: látið sættast við Guð !” Starfi hans er nákvæmlega lýst í orðum þessum, sem hann skrifar Kólossumönn- um: “Og hann ("Krist) boðum vér, er vér áminnum sérhvern mann og fræðum sérhvern mann með •allri speki, til þess að vér geturn leitt hvern mann fram fullkominn fyrir samfélagið við Krist.” Upp af trúarreynslu Páls er guðfræðin hans vaxin. Guðfræði manna er túlkun vitsins á andlegri reynslu þeirra; skýring á því, sem tilfinningalífið, hjartað, hefir orðið áskynja. Páll hafði kynst Guði á nýjan hátt, hafði fundið hann í Jesú Kristi, og fyrir því er guðfræði Páls í raun og veru Krists-fræði. Aðal-orðið í orða- safni hans er “Kristur”. Hann lifir í Kristi. Megnar alt í Kristi. Þaö er Kristur, sem lifir í honum. Með Kristi vill hann dvelja að eilífu. Alt þetta er sprottiö af reynslunni, sem hann öðlaðist úti fyrir hliðum Damaskusborgar. Þar kom hann auga á Krist, varð þess áskynja, hve mikillega Kristur elskaði hann. Við það vaknaði ákafur !kærleiki til Krists í brjósti hans. Hið gamla var afmáð; allir hlutir urðu nýir. Hann ummyndaðist algjörlega, í andlegum skilningi. f stað lögmálsins kom kærleikurinn; frjelsið í staðinn fyrir þrælkunina. Sonar-lundin náöi valdi yfir honuni. Hann öðl- aðist nýjan kraft. Sá, sem öllu þessu fékk til leiðar 'komið, hlaut að vera guðlegur. “Það var Guð, sem í Kristi sætti heiminn við sig.” Kristur er ímynd hins ósýnilega Guðs. í Kristi býr öll fyll- ing guðdómsins. Og ef guðdómurinn býr í Kristi, þá táknar dauði hans ekki ósigur, heldur sigur. Það, sem í því efni virðist vera veikleiki, er styrkur Guðs. Það, sem virðist vera heimska, er speki Guös. f krossi Krists hefir Guð fyrirhugað heiminum frelsun.---------- Siðferðiö hlaut að byggjast á -trúarlegum grundvelli, eftir skoöun Páls. Af því að Guð er það, sem hann er, þá eiga menn- irnir að lifa eins og Jesús liföi. “Svo áminni eg yður, bræður, að þér, vegna miskunnar Guðs, (bjóðið fram líkami yðar að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn, og er það skynsamleg guðsdýrkun af yðar hendi.” “Eg, bandinginn vegna Drottins, áminni yður þess

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.