Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1925, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.01.1925, Blaðsíða 8
2 bernsku, og þó voldugra oröiö en páfinn. Fyrir þess kynja- kraft stjórna menn nú bárum loftsins, leggja viS eyra og hevra hljóm og söng úr öðrum álfum. Sá spekingur var þýzkur, sem þaS kendi um árið,' að öll hljóð og allur hávaði hér á jörð sam- einist á vísum stað í skýjunum og breytist þar í samstiltan óm. Væri hann nú ofan moldar, karlinn sá, fengi hann að heyra það, sem undrunarverSara er. Nýr heimur er að opn- ast oss, sem auga hefir ekki séS, ekki eyra heyrt og í engis huga hefir komið. Vísindin vinna hvert kraftaverkið eftir annað. Með ör- litlu áhaldi er svo aukin sjón manns, að nú má sjá i gegn um hold og taugar mannlegs líkama, og horfa á iðandi líf í þeim efnum, sem kallaSir hafa verið dauðir hlutir. Svo hefir heyrn- inni farið fram, aS nú má með örlitlu ahaldi heyra fótatak flugunnar, er hún trítlar eftir rúðunni i glugganum. Ekki svo fáir hinna merkustu vísindamanna fullyrSa jafnvel, að nú fái þeir bæði heyrt og séð anda-verur í öðrutn heimum. Þau undur gerast nú í heimkynnum vísindanna, að manni næstum ofbýður. Manni verður að spyrja: nutn nú ekki ’komiS upp á hæstu tinda? Þeir, sent þekkinguna hafa mesta, svara: nei, við erum enn i stafrófinu, en bráðum förum viS að kveða að og síðan að lesa. VerkfræSing að sunnan, kunningja vorn, spurðum vér að því í gamni og alvöru, hvort nokkur líkindi væru til þess, að á næsta aldarfjórðungi yrSu jafn-mikil umskifti frá því, sent nú er, eins og orðið hafa nú frá því, sem var fyrir fjórSungi aldar. Hann kvað fast að og fullyrti, að framfarirnar yrSu jafnvel miklu meiri á næstu árum. Kvað hann verkfræðileg vísindi aðallega beinast nú i þá átt, aÖ ná valdi á fullnægjandi orku þenergy) til framkvæmda þeirra stórræða, sem fyrir lægju í hugum manna. Sagði hann, að í tvær áttir gæti veriö að leita orkunnar: upp til sólar og niður í jörS. Annað hvort væri að smíða sólarljóssgeymir fcontainerý svo öflugan, að í hann mætti safna, og í honum geyma, og svo úr honum taka eftir þörf, hitamagn sólarljóssins; ellegar þá grafa allar götur niður i hin heitu iður jarðarinnar og leiða þaðan afl til þeirra hluta, sem gera skal. Vér spurðum ekki frekar út í þessa sálma. Skiljum ekki þessa hluti. En það skilst oss, að lengur geti eng- inn hlutur talist ótrúlegur. Þau undur hafa gerst, að það þýð- ir ekki að láta orðið “ómögulegt” standa lengur í orðabókunum. En nú spyrjum vér: Hvað gagnar alt þetta manninum?

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.