Sameiningin - 01.01.1925, Blaðsíða 17
11
Dauðadó mur,
íslenzkir menn í öllu landi hafa komist í mikla geðshrær-
ingu út af þvi, að íslendingur hefir veriÖ kærður um morð og
dæmdur til lífláts. ÞaÖ sést af því, hversu almenn samskotin
eru í varnarsjóðinn og af undirskriftunum undir bænarskrána,,
aS menn hryllir við því, að maðurinn sé líflátinn. Það er von.
En það sem gildir um þennan ógæfusama landa vorn i Edmon-
ton, gildir og um aðra menn. íslenzkir borgarar ættu að beita
áhrifum sínum, hvar sem þeir eru, til þess, að fá úr gildi num-
in þau lög, sem slcipa fyrir um líflát sákamanna. Kristileg
mannúSar-tilfinning þolir ekki lengur dauða-hegninguna. Fyrir
þv'í er réttlætis-tilfinningunni ekki gert rangt til. Við kröfum
hennar má e'kki daufheyrast. Og út af þessu, sem fyrir hefir
komið, ættu allir íslendingar að hugleiða það alvarlega, hvert
gáleysið og guðleysið stefnir. Þvi lögmáli verður ekki breytt,
að þaö, sem maður sáir, það mun hann og uppskera.
----------o----------
Trúarlíf Páls postula.
Eftir Charles E- Jefferson.
Þungamiðjan í karaktér Páls, það einkennið, sem dýpstar átti
rætur og öflugast var í .sálarlífi hans, var trúin. Hjá sumum mönn-
um er trúin eins og út af fyrir sig, en Páli var hún, alt f öllu. Sum-
ir menn eru trúaðir á stórhátíðum kirkjunnar; aðrir eru trúaðir að-
eins á alvarlegustu stundum lífsins, í sýnilegum voða, í þungum
sjúkdómum, eða þegar dauðinn er framundan. Páll lifði í and-
rúmslofti trúarinrrar alla daga jafnt og öllum stundum. Hann gaf
sig ekki mjög mikið við heimspeki, bókmentum eða listum; við
kaupskap, mannfélagsmálum eða stjórnvísi; hann var allur með lífi
og sál á sviði trúarinnar. Engin lýsing á honum getur verið sönn,
nema hún gefi nægilegan gaum að lífi hans í Guði. Án trúarinnar
er hann og verður óráðin gáta. Styrkur hans allur var í trúnni,
hreytni hans gjörvöll átti rætur þar. Hann bjó yfir trú svo djúpri,
svo eldheitri, svo kröftugri, að vel má segja, að hann hafi verið
gæddur trúarlegri andagift.
Hér er átt við þá, .afstöðu gagnvart skaparanum, sem okkur er
sjálfráð eða býr í meðvitundinni. Páll bjó yfir ákaflega glöggri
og lifandi meðvitund um .samfélag sitt við eilífan Guð. 1 Guði lifði
hann og hrærðist, ekki ósjálfrátt, eins og segja má um okkur all-
flesta, heldur með fullri vitund. Hann var viss ,um Guð; viss um
tilveru hans, uni persónuleik hans og algæzku, um beina hluttöku