Sameiningin - 01.01.1925, Blaðsíða 29
meÖ mig, íullvissaði mig um, aö mér væri tilbúinn staöur. Þér
hafiö víst höll tilreidda hér.”
“Eg geri ráð fyrir því,” játaöi heilagur Pétur. “Afsakiö mig
eitt augnablik.” Hann sneri sér frá til þess aö taka á móti skýrslu
þeirri, sem Verndarengill frú Auðnan kom nú meö. Þaö var ekki
nema ein lína, rituS á gulltöflu. Pétur leit á hana: “Jú, frú AuSn-
an, þaö eru tilbúin híbýli fyrir yður. GeriS svo vel og komið meS
mér." Hann gaf mér bendingu, sem eg skildi svo, aS eg mættt koma
meS, ef eg vildi.
Heilagúr Pétur gekk á undan, frú AuSnan þar næst og viS litli
engillinn ,vinur minn, komum síSast. Postulinn fygldi okkur langar
leiSir, allar götur út á útkjálka borgarinnar, þar sem mér hefði fund-
ist fremur óvistlegt, ef ekki hefSi þaS veriö í himnaríki. Á leiSinni
þangaö fórurn viS eftir gullnu stræti meSfram glerhafinu og fórum
þar fram hjá' húsi, sem, var næstum jafn-skrautlegt eins og húsiS,
sem frú Auönan bjó i við Newport á sumrum, — og þaö var sein-
asta skrauthýsið á þeirri leiS, sem viS fórum. Frú AuSnan virti þaS
fyrir sér og leizt vel á þaS.
“BíSiS nú viS, Sánkti Pétur,” mælti hún. “Þurfum viS aS halda
lengur áfram þessari þreytandi ferS? Mér geSjast ágætlega aS
þessu húsi. Satt aS segja finst mér þaö nauSalíkt “Hafblikinu”
mínu í Newport.”
“Eg er hræddur um—”, byrjar Pétur meS afsökunarraust—
“En húsiS er autt,” segir frú AuSnan.
“ÞaS er ætlaS öSrum.”
“Og hverjum þá—má eg spyrja?”
“AuSvitaS,” svarar postulinn og blaSar í minnisbók sinni. “Lát-
urn okkur nú sjá — látum okkur núi sjá — Jú, jú —, það er ætlaS
húsfrú GuSfinnu Tryggva.”
“Nei, þetta er einhver vitleysa,” hrópar frú Auönan. “Guö-
finna Tryggva er eldabuskan mín!”
“Nei, þaS er engin vitleysa,” svarar Pétur og bendir á gull-
töfluna.
“En þaS nær engri átt,” mótmælti frú Auðnan.
“V’ar hún ekki væn eldabuska?” spyr postulinn.
“Agæt — og mjög ódýr, og í rauninni vænsta manneskja, — en
þettaS—”
“Er henni ætlað,” segir postulinn meS áherzlu og heldur á-
fram ferðinni.
“Ja, sama er mér,” gegndi frú AuSnan. “En þaS verS eg að
segja, aS svona hefSi eg aldrei trúaS aS þaS væri i himnaríki.”
“Já, þaö er fleira í himnaríki en heimspeki ykkar dreymir um,”
svaraöi Pétur án þess aS líta viö.
Loks komum viS aS—hvaS á eg aS kalla þaS ?—himneskum kofa
—svo lítilfjörlegum, aS naumast er samboSinn himnaríki.
“Þá erum viö nú komin,” segir Sánkti Pétur.