Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1925, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.01.1925, Blaðsíða 14
8 auðnaðist óvinum Tindales þó að koma fram hefnd á honum. Hann hafði hafst við til margra ára þar sem ens'k yfirvöld ekki gátu náð til hans. Loks auðnaðist svika-hrapp þeim, er Henry Philips nefndist, að lokka Tindale þangað sem ensk yfirvöld náðu til hans. Var hann þá óðar tekinn höndum og fluttur í Vilvorde kastala. Var hann þar i varðhaldi i sextán mánuði; en svo var fangavörður honum vinveittur, að hann fékk allan þann tíma unnið að biblíu-þýðingum sínum. Að þeim tíma liðnum var hann leiddur út og hengdur. Við það lét hatur ó- vina hans samt ekki staðar numið. Þeir svöluðu sér einnig við l>að, að brenna lík hans og stökkva öskunni út i vindinn. Síðustu orð William Tindales voru: “Drottinn! opna þú augu 'konungsins-’. Guð heyrði þá bæn. Hinrilc áttundi, sá hinn sarni, sem fordæmt hafði hiblíu Tindales, ásetti sér að láta nú sjálfur þýða bibluna og gefa út í sínu nafni. Skipar hann því nefnd manna til þess að vinna verkið. En aldrei fékk hann það að vita, aS þegar þessir s'kjólstæðingar hans skiluðu honum verkinu, þá var það raunar ekki annað en þýðing Tidnales, sem þeir þá færðu honum og hann gaf út með konungs innsigli. Svo Tindale vann sigur og nafn hans lifir hvar sem talað er útbreiddasta tungumál heimsins. -----o—----- Aldar-afmœli Norðmanna í Vesturheimi. Norðmenn hafa mikinn viðbúnaS iim þessar rnundir. Ætla þeir að minnast þess með hátíðahöldum miklum, að á þessu ári eru hundraS ár liðin frá þvi föst bygð þeirra hófst hér í þessu landi. Aðal-hátíðina á að halda í júní, í sýningargarðinum mikla í Minneapolis. Rí'kiserfinginn norski, Ólafur prins, Lunde biskup og annað stórmenni frá Noregi, ætla að sækja hátíðina. Æðstu embættismenn Bandaríkja verða viðstaddir og flytja ræður. Söng- flokkarnir frá norsku skólunum í Ameriku eru að undirbúa há- tíðasöng. Margskonar íþrótta-mót eru og undirbúin. Aðal- háfíöarhaldið á að standa f jóra daga, og enda með myndasýningu mikilli, er sýni hvern þátt Norðmenn hafi átt í því, að byggja þetta land og hvað þeir hafi lagt menningu þjóðarinnar til. Á þingi norsku kirkjunnar, er haldið verður í Minneapolis 9.—13. júní, verður einum degi varið til minningar um aldar-afmælð. Og sunnudaginn 5. júli á að flytja guðsþjónustur 'í öllum norsk-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.