Sameiningin - 01.01.1925, Blaðsíða 18
12
hans í högum mannanna yfirleitt, og i högum Páls sérstaklega.
Guö haföi útvaliö hann þegar frá fæöingu til sérstajks hlutverks.
“Guöi þóknaöist aö opinibera son sinn í mér, til þess aS eg boðaöi
hann meðal heiöingjanna.” Þaö var GuS, sem leiddi hann dag frá
degi; Guö, sem talaöi viö ihann, ýmist í vitrunum, eSa í viðburöum
og atvikum lífsins, eöa í tilfinningum og hugboöi. Þaö var Guö,
sem “verkaði í honum bæöi að vilja og að: framkvæma, sér til vel-
þóknunar.” Páll sá Guö alstaðar. Hann er gjafarinn mikli. “Hann
gefur öllum líf og anda og -alla hluti.” Hann stjórnar mönnunum.
Þjóöirnar heyra honum til, þær eru háðar tilgangi hans og ráö-
stöfunum, “Hann lét út frá einum sérhverja þjóö manna byggja
alt yfirborö jarðarinnar, er hann haföi ákveðið fyrirsetta tíma og
takmörk bólstaða þeirra. — Hann er eigi langt frá hverjum og ein-
um af oss.” Hann er sifelt að opinbera mönnunum sjálfan sig, í spá-
mönnum Hebrea, í skáldum Grikkja, í frjósömum árstíöum, i öllum
gangi hinnar sýnilegu tilveru. Og í fylling tímans opinberaði hann
mönnunum sjálfan sig í syninum, Jesú Kristi.
Upptökin eru hjá Guði, í allri umgengni hans viö mennina. Hann
kallar. Hann útheilir anda sínum í mannshjörtun. Hann laðar
mennina til bænar. Hann hjálpar mönnunum til að losast við synd-
ina. Guð leggur fram hina nauðsynlegu syndafórn. “Kristur er
fyrir oss dáinn, á meöan vér enn vorum í syndum vorum.” Guð
tekur sér bústað í hjartanu. “Andi hans vitnar með vorum anda,
að vér erum Guös börn.” Það eij Kristur, Sem er “von dýröarinn-
ar.” Alt í eigu vorri er gjöf frá Guði. Náð og! friður og kraftur
og kærleikur, alt er frá honum. Traust Páls er á Guði einum. Von
sína setur hann til Guös. Umboð sitt hefir hann þegið af Guöi.
Guðsvitundin er eins og sterkur undirstraumur í sálarlífi Páls. Alt
af verður straumþungans vart, undir niöri, jafnvel þegar hann sést
ekki. Páll er röksemdamaður mikill, en hann hikar ekki við að
sleppa frá sér rökfærslunni, hvenær sem er, til að lofsyngja Guöi.
“Hvílíkt djúp ríkdóms, speki og þekkingar Guðs! Hversu órannsak-
andi dómar hans og órekjandi vegir hans. Því að frá honum og
fyrir hann og til hans eru allir hlutir. Honum sé dýrð um aldir
alda!” “En ’konungi aldanna, ókrenkilegum, ósýnilegum, einum
Guöi, sé heiður og dýrð um aldir alda. Amen.”
Af því að Páll er trúaður maður, þá hefir hann yndi af að
biðja. Hann er sífelt á tali við Guð. Einhver skýrasti drátturinn
í andlegum svip hans, er bænræknin. Enginn getur rent svo augum
yfir nýja testamentið, að hann ekki veiti því eftirtekt, hversu afar
mikilvægur þáttur bænin er í lifi postulans. Út af því atriöi hafa
engar deilur risið. Það er einn af þeim hlutum, sem ekki er hægt
að kaffæra: Páll var maður bænrækinn. Mikið hefir verið,gjört
úr ýmsu því, sem sagt er að Páls bréfum og* Postulasögunni beri á
milli, mótsögnum i tímatali og lýsingum atburða; en í 'karaktér
mannsins, sem skrifaði Páls-bréfin, og söguhetjurnar, sem Lúkas