Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1925, Blaðsíða 33

Sameiningin - 01.01.1925, Blaðsíða 33
27 Magnús, á 28. aldursári, sonur Jóns Magnússonar í Selkirk og konu hans, var aö vinna við stórbyggingu su'öur í Mason City, Iowa. Nokkrum dögum fyrir jól kom fregn um, að hann hefði falliö ofan af byggingunni og dáiö. Konan hans, Kristjana, dóttir Kristjáns Sæmundssonar í Selkirk og Sigríöar konu hans, var suður frá hjá honum með dóttur þeirra. Kom ekkjan með líkið norður jóladag- inn, og var það jarðsungið suunudaginn milli jóla og nýárs af séra N. Steingr. Thorlaksson. Magnús heitinn heyrði söfnuðinum til og Bandalaginu. Var efnismaður og ágætur drengur. Ingibjörg, dóttir Sveins Thompsons, aktýgjasala í Selkirk, og Sigurlaugar konu hans, lézt eftir langvarandi sjúkdóm 29. des. og var jarðsungin á gamlárdag af séra Steingími. Var hún systir dr. Steins i Riverton og Mrs. j. Olson í Winnipeg og fleiri systkina Hafði verið skólakennari á ýmsumj stöðum í 6 ár og getið sér bezta orðstír; en fór svo að búa sig undir hjúkrunarstarf og tók próf síðastliðið vor, þá mjög biluð á heilsu. Ingibjörg heitin var tæpra 33 ára, safnaðar- og Bandalags-meðlimur, sunnudagssóla-kennari þegar hún gat, ástundunarsöm, trú, áhugamikil, ósérhlífin og vildi alt velj gera. Bréf kom frá trúboðunum, Mr. og Mrs. S. O. Thorl., fyrri hluta þ.m., dags. 12. des. ' Var séra Oct. þá að reyna að koma sér fyrir í Kurume, þar sem starfsstöð þeirra verður framvegis ("ekki í Nagoya, eins og getið var um í SamJ. Voru þau ekki búin að >fá sér hús. gekk erfiðlega með þaö. Eins og í Wpg. hafði verið spurt að, hvort þau hefðu börn, þegar þau voru að leita sér að húsi þar, eins var r Karume spurt að, hvort þau hefðu stó. Japönum er illa við stó í húsum sínum. — Ferðin hafði gengið vel. ------o------- FRUMVARP TIF GRUNDVALLARLAGA fyrir Trúboðsfélag ..... safnaðar. I. grein.—Nafn — Félagið skal heita...... II. grein.—Augnamið.— Augnamið félagsins skal vera: að efla þekking á og áhuga fyrir trúboðsmálum ('heiðingjatrúboðs og heimatrúboðsj bæði hjá msð- limum sínum og hjá söfnuðinum, og styrkja trúboðsstarfið fjár- hagslega eftir mætti; enn fremur að sjá um fræðslu unglinga og barna safnaðarins í trúboðsmálum og stofnun félagsskapar með þeim um þau mál, þegar ástæður leyfa; sömuleiðis að afla sér æ meiri þekkingar á Guðs orði með lestri heilagrar ritningar. III. grein.—Meðlimir.— 1. Konur þær, sem undirrita lög þessi og styrkja vilja trú- boðsstarf kirkjufélagsins, skulu teljast starfs-meðlimir! factive

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.