Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1925, Blaðsíða 24

Sameiningin - 01.01.1925, Blaðsíða 24
18 í virðulegri stöðu þar í himnaríki, bera meö sér nokkur þau einkenni, er sérkendu hann hér á jaröríki. Undarlegt má það viröast, aö eg var í alla staöi eins og eg á aö mér, alls ekkert vandræöalegur, og fanst sem það væri ekki neitt tiltökumál, þó maður væri aö rabba við postula-höfðingjann þar við hlið himnaríkis. En þar sem eg vissi, að mér var afskamtaður tími, þá var mér meir en lítil forvitni á því, hvað hinn virðulegi lykla- völdur léti sér þóknast að sýna mér. Áður en eg fer lengra út i þessa sálma, skal eg segja það um borgina himnesku, þó ekki ætli eg að gera neina tilraun til þess að lýsa henni verulega, að hún er mikið svipuð því, sem Jóhannes lýs- ir henni i sinni frægu Opinberun. Hún var hjúpuð undursamlegu Ijósi, sem er meira en nokkurt ljós á sjó eða landi; eins og ljós himins- ins, þegar hann er með mestum bláma, og vatnsins, þá það er tær- ast, “skínandi sem kristall”, eins og hinn sæli sjáandi komst að orði endur fyrir löngu. Svo langt, sem augað eygði, gengu múrar, háir og miklir, i báðar áttir út frá, hinu dásamlega hliði, og efni múranna var jaspis. Undirstöðusteinar borgarinnar voru alls konar gim- steinar. Uegar opnað var hliðið, sá eg bregða fyrir miklum geimi. og götum og strætum, er ljómuðu í kristals-birtu og voru úr skíru gulli. Á þá leið hafði postulinn Jóhannes lýst borginni, en nú fanst mér alt ljósara en sagt er í Opin'berunarbókinni. Mér virtist alt undur-líkt því, sem fegurst er á jörðinni okkar. Loftið, sem eg and- aði að mér, var hressandi sem vín, rétt eins og loftið er stundum hér hjá okkur á maí-morgni, þegar það angar af ylm eplablómanna. Og eg sá þar haf, sem skært gler, væri og stæði í cldi, og var það engu likara en myndinni, sem Turner málar af hafinu í geisla-dýrð sól- setursins. Blöð trjánna voru undur græn, rétt eins og sjá má við akveginn til Scheveningen; þau loguðu sem gull, rétt eins og fjöllin okkar á frostköldum haustdegi. Og niður hlíðarnar rann móða sannarlegs lífsvatns, og fyrir hana blómgaðist alt sléttlendið og varð dýrðlegra en orð fá lýst. Eg horfði inn um hliðið1 eftir miklum trjá- göngum og eg sá, að borgin var bygð á hæð, eða öllu heldur hæða- klasa, sem ekki yrði lýst með öðrum orðum en þeim, sem grísku skáldin höfðu um Olympus, eða hebresku spámennirnir höfðu um Síon. Þá skildi eg fyrst fullkomlega það, sem sálmaskáldið orti: “Eg hef augu mín til fjallanna; þaðan kemur mér hjálp.” “Eigum við að ganga upp hæðirnar?” varð mér að spyrja sánkti Pétur, og gætti þess ekki, hversu framandi eg var. — “Stður en svo,” svaraði hann, og mér fanst hann styttri í spuna, en eg ætti skilið, “þar eru heimkynni hinna allra sælustu, 'helgra rnanna, seni fórn- færðu sér á altari sannleikans.” — “Eg tek eftir því,” bætti hann við og hnykti á orðunum, “að þín kirkjudeild hefir strykað nöfn þeirra flestra út úr almanakinu; og ekki get eg sagt, að þeir uni því vel.“ “Það var ekki af virðingarskorti gert,” svaraði eg með hógværð.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.