Sameiningin - 01.01.1925, Blaðsíða 23
17
Kynnisför til himnaríkis.
“Kæru vinir,” mælti prestur, er hann hóf ræSu sína. “Tveir eru
þeir lilutir, sem viö megum ekki án vera, ef viö eigum að geta lifaS
hei'ðarlegu og ánægjulegu lífi. Er annar nauðsynlegur til sáluhjálp-
ar, en hinn ómissandi skilyrði lífsgleðinnar. Þessir hlutir tveir eru:
óbilandi trú á Guð og óslökkvandi gamansemi. Gleði trúarinnar
hefir verið stolið frá ntörgum, svo nú þýðir sú gleði litið meir en þá
notalegu tilfinningu, sem surnir njóta við það, að sitja sparibúnir í
kirkjustólum og vera með sjálfum sér sannfærðir um það, að þeir
sé frábærlega heiðvirðir menn. En gleði er sólskin í hjarta, græsku-
laust gaman, sjálfvakin glaðværð; sú vitund, að gamansemin sé ná-
skyld guðhræðslunni og að hláturinn sé Guðs gjöf.
Með þessum fyrirvara ætla eg að leggja út af 2. versinu í 14.
kap. Jóhannesar Guðspjalls: I húsi f'óSur míns eru mörg híbýli.
En í stað venjulegrar prédikunar ætla eg að segja ykkur merkilegan
draum, sem mig dreymdi nýlega. Það var einn þessara drauma, sem
virðast engan endir hafa; maður vaknar við og við og hugurinn
heldur sér við efnið; svo sofnar maður aftur og draumurinn heldur
áfram eins og ekkert hefði ískorist.
Mig dreymdi það, að mér var leyft að koma, litla stund til himna-
ríkis, að sönnu ekki í sjálfan helgidóminn, heldur í forgarðana. Þar
fékk eg að ganga um strætin miklu og hafði fyrir leiðsögumann ekki
minniháttar höfðingja en heilagan Pétur sjálfan.
Mér er óhætt að segja ykkur frá því, að’ hliðavörður hinnar
himnesku borgar er útlits mjög svipaður því, sem almenningur hefir
ímyndað sér; öldurmannlegur á velli, tignarlegur ásýndar, með snjó-
hvítt hár, er nær honum alt að beltisstað. Hann var klæddur hvítum
flakandi klæðum, saumuðum silfri og lögðum gulli, og bar á höfði
mítur alsett gimsteinum. Við belti sér bar hann tvo gull-lykla afar-
stóra: með öðrum lauk hann upp hliðum borgarinnar himnesku, eti
með hin.um lokaði hann þeim.
“Þú skilur það,” þóknaðist postulanum að segja við mig, er
hann hafði heilsað mér, “að það er ekki vegna nokkurrar verðskuld-
unar þinnar, að þér eru veitt þessi hlunnindi. Yfirvöldin hér hafa
skipað fyrir unt stöku heimsóknir manna neðanað. Það veldur okk-
ur stundum gremju, hversu rangt er frá því skýrt, sem hér gerist, og
okkur hugkvæmdist, að nokkuð gott gæti stafað af því, að einstaka
sinnum fengju einhverjir ykkar að lita hér inn snöggsinnis. Hag-
nýttu þér nú þessa stund sem bezt, því það er engin trygging fyrir
því, að þn komir hér nokkurn tíma aftur.”
Hann sagði þetta blátt áfram, eins og til að láta mér skiljast.
að persónulega kæmi eg þar alls ekki til greina, og á röddinni mátti
heyra, að honum var ekkert gefið um þessa tilraun. Mér fanst sann-
ast að segja, að heilagur Pétur enn þá, eftir nítján alda lífsreynslu