Sameiningin - 01.01.1925, Blaðsíða 30
24
“Þetta?” hrópar frú Au'ðnan.
“Þettað er höllin, sem yður er fyrirbúin, frú mín góð.”
“Nú, þetta er þó áreiðanlega einhver vitleysa,” segir frú Auðn-
an, og má sjá að nú er hana ekki' farið að gilda einu.
Enn einu sinni lítur Pétur á minnisblöðin og les skipanina, sem
engillinn hafði fært honum. “Eg get fullvssað yður um það, að
þetta er engin vitleysa. Þér getið séð það hér svart á hvítu, að
þetta er höllin, sem yður er tilreidd.”
“En eg segi yður satt, eg fæ ekki afborið það,” sagir frú Auðn-
an og liggur við gráti. <
“Þvert á móti; þér munuð venjast því með tímanum, og í þess-
um kofa verðið þér farsælli, en þér nokkurn tíma hafið verið á æfi
yðar.”
“Ómögulegt,” andvarpaði frú Auðnan.
“Jú,” svaraði Pétur. “Þetta er himnaríki og hér er enginn ó-
ánægður til lengdar.”
“Þokast maður héri upp á við, — hægt, en áreiðanlega?” segir
frú Auðnan auðmjúklega.
“Meir en svo, vér erum framsæknir í himnaríki,” svaraði Pétur
og brosti.
Þar skildum vér við frú Auðnan, og fór hún að koma sér íyrir
sem bezt hún gat, og að vörmu spori vorum vér komnir aftur að
kliðinu mikla.
Nú rétti heilagur Pétur mér hönd sína til þess að eg skyldi kyssa
á hringinn. “Eg er hræddur um, að nú sé korninn tími til þess að
bjóða þér — ætli við höfum það ekki -— au revoir.”
“Eg vonast til—” byrjaði eg með ákefð, en postula-höfðinginn
tók frarn í fyrir mér.
“Meðan lífsmark er, er von. Sonur minn, hvað sem frú Auðn-
an segir, þá eru sum þessi gömlu spakmæli einfaldasta og beinasta
aðferðin, til þess að láta sannleikann koma í ljós.”
Hann lauk upp hliðinu og eg horfði út í alheiminn. Eg var
hræddur. Einkum skelfdist eg við að horfa á stóra skýflóka mann-
legra sálna, er svifu fram hjá langt upp í loftið, en veittul því ekki
eftirtekt, að hliðið var opið.
“Hverir eru þetta?” hvíslaði eg að Verndarengli mínum.
En heilagur Pétur hafði heyrt það og svaraði: “Það eru ótelj-
andi herskarar þeirra manna, sem þóttust sannfærðir um það, að
allir væru á leið til himnaríkis, og einu gilti, hver leið væri far-
in þangað. Þeir verða að bíða lengur og ráfa lengra en flestir aðr-
ir, — en við erum þolinmóðir.”
Verndarengillinn minn stakk hönd sinni í lófa mér. “Lokaðu nú
augunum, vertu óhræddur, eftir augnablik vaknar þú aftur heima
hjá þér á jörðinni.”
“Vertu sæll, góði vinur,” sagði eg.