Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1925, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.01.1925, Blaðsíða 19
13 lýsir í Postulasögunni, hefir engin mótsögn fundist. Páll er bænar- innar maður í báöum heimildunum. Lúkas skýrir frá því, hvernig hann féll á kné og baöst fyrir í grend vitS Míletus meö öldungunum frá Efesus, og hvernig hann safnaöi að sér öllum lærisveinahópnum í Týrus, þegar hann fór þaöan, og féll á kné í fjörunni og baöst fyrir. Og í bréfunum er eins og hann sé sífelt aö falla á kné og biöjast fyrir. Vel mætti setja sömu yfirskriftina yfir Pás-bréfin og Postulasöguna: “Sjá, 'hann biöst fyrir!’’ Mismun hafa menn fundið á hirðisbréfunum og hinum tíu, sem við Pál eru kend, mis- mun, sem fólginn er í orðavali, framsetningu og sjónarmiði, en á afstöðu höfundanna gagnvart bæninni hefir enginn mismunur fund- ist. Maðurinn, sem srifaði hiröisbréfin, er alveg eins bænrækinn eins og sá, sem reit bréfin til Rómverja og Filippímanna. í sam- bandi við bréfin eru margar vafaspurningar, sem heyra undir gagn- rýni; spurningar urn niðurröðun bréfanna eftir aldri og annað því um líkt; en spurningarnar eru ekki um bænrækni postulans. Ekk- ert er eins víst og óhagganlegt í allri söku kirkjunnar eins og það, að sá maðurinn, sem mestur er allra postulanna, varði mlklum tíma til samneytis við Guö. Hann var sífelt á bæn. Þegar hann hvatti aöia til aö biðja án afláts, þá mæltist hann ekki til annars, en að breytt væri eftir þeirri fyrirmynd, sem hann sjálfur gaf. Tímóteusi skrifar hann, að hann minnist hans í bænum sínum nótt og dag. Um hið sama fullvissar hann Kólossumenn: — “Vér létum ekki af að biðja fyrir yður.” Altaf er hann aö biðja fyrir sjálfum sér og öðrum. Fryirbænir hans rísa frá hjartanu stöðugt, nótt og dag, eins og* ■ uppsprettu- lind. Hann biður sífelt fyrir sjálfum sér; og flytur sífelt málefni safnaða sinna fram fyrir hásæti náðarinnar. Bænarefnin getum vér fundið með því að athuga bréfið til Kólossumanna: “Vér höf- um ekki látiö af að biðja fyrir yður og beiðast þess, að þér mættuð fyllast þekking á vilja hans, með alls konar speki og andlegum skilningi, svo að þér hegðið yður eins og Drotni er samboðið, hon- um til þóknunar á allan. hátt.” Filippímönnum skrifar hann á þessa leið: "Þetta bið eg um, að elska yðar aukist enn þá meir og meir, með þdkkingu og allri greind, svo að þér getið metið það rétt, sem mestu varðar, til þess að þér séuð' hreinir og ámælislausir alt til dags Krists, auðugir að réttlætis ávexti, þeim er fæst fyrir Jesúm Krist, til dýröar og lofs Guði.” Hvort sem hann biður fyrir öðrum eða sjálfum sér, þá skipar ein hugsun ætíð öndvegið: — “Til komi þitt ríki, verði þinn vilji’” Það sem honum er heitast hjartamál í hverri bæn, er dýrð Drottins og efling guðsríkis. Bænir hans voru lát- lausar, innilegar, komu frá hjartanu setningslaust. Bænin var hon- um samneyti barnslegt við Guð. Hún er ekki eintal, heldur samtal. Maðurinn talar og Guð talar líka. I ræðunni, sem hann flutti fyrir skrilnum í Jerúsalem, skýrir Páll frá fyrstu bænarorðunum, sem

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.