Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1925, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.01.1925, Blaðsíða 11
á'Öur um þá Abraham og Móse, eða um þá Lúter og Kalvin, en kristnir menn láta sig áreiðanlega meiru varöa um Jesúm Krist, en áSur var. ÞaS er andi Jesú, sem menn þrá og biðja um, þeir sem trúmenn eru. Og það er sannarleg nálægð Jesú Krists hér á jörðu þann dag í dag, sem lærisveinar hans byggja trú sína á. Að hann sé konungur allrar dýrðar, svo á jörðu sem á himn- um, að hann sé vinur og leiðtogi allra, sem hann elska, og að heilagnr andi hans sé í þeim öllum, sem honum hlýða, — þaS er aöal-atriði trúar-hugsunar kristins nranns nú. Drottinvald Jesú Krists yfir lífi mannanna, — þangað stefnir. Af því, sem nú hefir sagt verið, mætti ef til vill ætla, aS mannfólkið væri á hraðri ferð til fullkomnunar. En því miður er því ekki þann veg farið. Hér hefir einungis verið drepið á andastefnur þeirra rnanna, er alvarlega og skynsamlega hugsa. En þeir eru tiltölulega fáir í samanburði viS hina, sem ekki hugsa, eða þá hugsa grunt og iáta stjórnast af hleypidómum. Það sem af öllu er ískyggilegast i samtíð vorri, er hugsunarleysi■ Léttúð og andleg leti eru átumein mannlífsins nú. Þeir eru fáir, sem alvarlega hugsa um andleg og eilíf mál. Urn hagfræði- leg efni og mannfélagsmál er að sönnu rnikiS rætt, en jafnvel á þeirn sviðum er andinn enn þá ófrjáls, — fjötraður oftast viðj- um fastra venja, eða þá teymdur í bandi nýjunga-ástríðunnar. Hjá fjöldanum vantar kjölfestu í hugsanina. Margir telja það æðstu hugsjón, að hugsa frjálst, en gæta þess ekki, að rneira er þó í það varið, að hugsa rétt (sbr. latneska spakmæliS: libcra mens magna, major mens recta). Það vantar þunga siðferöi- legs réttlætis i hugsun samtíðarinnar. Léttúð æskunnar er gömul saga. iHún er líka ný saga. Oss hinum eldri finst æskulýðurinn nú óhemjandi. En svo hefir sennilega hverri eldri kynslóð fundist um æskulýðinn á sinni tíð. Skemtanafýsn taumlaus hjá eldri og yngri orsakar að miklu leyti þá hugsana-örbirgö, sem víöa ber svo mikið á um þessar mundir. Hugsunarleysi og hugsana-ringl hefir og leitt út í þá siðleysis-öld, sem nú er. Það stefnir í tvær áttir. í annari áttinni er léttúðin, hugs- ana-örbirgðin, siðleysið, glötunin. f hinni áttinni er alvarán, andríkiö, trúin, vonin og — frelsarinn. Hvert stefnir þú?

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.