Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1925, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.04.1925, Blaðsíða 8
102 Áöur en við getum til muna talaö um félagslega samein- ing, þurfum við að rannsaka það tvent: 1. Höfum við, sem nú erum féiagslega a&skildir í kirkju- málum, þa8 kærleiksþel hverir til annara, aS vi8 séum því vaxnir, aS dvelja saman friSsamlega undir sama þaki? 2. Eru trúarskoSanir og kirikjusiSir okkar ekki fjar- skyldari en svo, a8 við getum allir noti8 okkar sem bezt vi8 sameiginlegar guðræknis-i8kanir og helgisiSi rf Um fyrri spurninguna er þa8 aS segja, aS svo framarlega sem við erum kristnir menn, þá er þa8 heilög skylda okkar, að leggja þá rækt við kærleikann, hver á sínum stað,' að aldrei þyrfti sameining allra flokka a8 stranda á óvildarhug milli manna. Seinni spurningunni er að svo komnu máli ekki unt að svara, fyrir þá sök, aS við þekkjum ekki hvorir aðra. Sumum kann að virðast þetta óviturlega mælt. En við grandskoðun munu menn þó átta sig á því, að það er rétt. Við þekkjum fremur lítiS til trúarsko8ana annara en okkar sjálfra. Við ’höfum í þeim efnum aðhafst lxtið annað en það, aö reita hverir a8ra ti! rei8i út af því, sem okkur greinir á um. En við höfum helzt aldrei grandskoðað hitt, sem þó að líkindum er miklu fleira, sem okkur kemur saman um. Út af þessu rís sú hugs- un: Erum viö vaxnir því, aS tala okkur saman um það í bróð- erni, hvaS með okkur er sameiginlegt og hvað þaS er, sem okk- ur ekki kemur saman um? Þá fyrst gætum við dæmt um þetta mál skynsamlega. Verði meira hugsað um þetta mál og talað, þá verður aS leggja til grundvallar traustar meginreglur, og mætti þessar nefna: 1. Að menn sé einlægir og hreinskilnir. 2. AS menn beri virðingu fyidr skoðunum hver annars og forðist aS særa trúartilfinningu nokkurs xnanns. 3. A8 sérhver haldi sannfæring í huga sínum, og “vinni það ei fyrir vinskap manns, að víkja af brautum sannleikans.” 4. Að engu varði eigin hagur eSa flokks-gengi, heldur það eitt, sem rétt er og má vei-ða heildinni til mestrar hamingju. 5. AS GuS sé hafður með í rá8i og ekki sé samkepni um neitt annað en það, aS gera vilja hans. B. B. J.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.