Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1925, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.04.1925, Blaðsíða 18
112 Og jafnvel þó kirkjan sé ófullkomin í flestum greinum og varla þess heilaga heitis veröug, sem hún ber, þá hefir hún þó ekki meÖ öllu rnist af köllun sinni, svo lengi sem sanngjarnir vantrúarmenn kannast viö þaÖ, aÖ hún sé i rauninni öflugasta tækiÖ til siövöndunar, sem heimurinn hafi no'kkurn tíma þekt. Annað geta kristnir menn lagt á minnið í þessu sambandi og látið sér að kenningu verða. Ef að trúarsnauöir menn hafa fundið andlegan gróða í því að vera kirkjuræknir og ötulir í kristilegu starfi, hvaöa afsökun getur þá sá maður haft, sem hiklaust játar kristna trú, en er þó stopull í tíðasókn og allri guðrækni og gengur aö verki köllunar sinnar meö hangandi hendi? Hér er maður með trú svo lítilli, að honum finst hún engin vera, og þó er hann hollari kirkju og kristindómi, heldur en margur, sem meiru játar. Munum það, að trúmenskan hefir sín fyrirheit, ekki síður en trúin sjálf. — “Yfir litlu varst þú trúr; yfir mikið mun eg setja þig; gakk inn til fagnaðar herra þíns!” G. G. -------o------ Kirkjan stendur. Eftir Prederick Lynch. Mér finst hún í meira lagi íhugunarverð, fyrirspurnin, sem nýlega var gjörð í Congress Bandaríkjanna, um afstööu þing- heims gagnvart kristinni kirkju. Þætti mér gaman að vita, hvort lesendunum hefir ekki fundist eins mikið til um niöur- stöðuna, eins og mér. Árangurinn kom víst nokkuð flatt upp á mig. Níutiu af hundraöi congress-mdjma. og senatom, eru meölimir í kristnum söfnuðum. Hér um bil allar stærri kirkju- deildirnar eiga þar góðan hóp þingmanna, þó Meþódistar og Baptistar séu mannflestir, eins og eðlilegt er. Kaþólskir þing- menn eru fremur fáir enn þá, þótt sú kirkja sé afar fjölmenn í landinu. Gyðingar eiga þar varla nokkurn mann, og mun orsökin vera sú, að þeir halda sér í þéttum 'hópi, lang flestir, í New York-borg. Niöurstaða þessi vakti hjá mér nokkra umhugsun. Eg hygg, að þingheimurinn þar í Washington sé dágott sýnishorn mentalýðsins í Ameríku. Þingmennirnir eru flestir annað hvort business-menn eða .lögfræöingar; tíningur af blaðamönnum inn- an um, og fáeinir bændur. Mun því óhætt að fullyrða, aö ef níu- tíu af hundraði þingheimsins sé kirkjumenn, þá muni níutíu

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.