Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1925, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.04.1925, Blaðsíða 12
10ö þremur árum. Nú eru þar eflaust urn eSa yfir sex hundruð manns af íslenzkum uppruna. Yfirleitt fanst mér fólki lí<5a þar vel. Einkum er þar mikil og vellaunuS smííSavinna. Þar er líka mesti fjöldi af íslenzkum smiÖum. Yfirleitt fanst mér fólkið vera ánægt meÖ hag sinn, enda er þaÖ ekki siÖur á Kyrrahafs- ströndinni, að heimamenn geri lítið úr landkostum. Þeir eru hrifnir af veðurblíðunni, náttúrufeguröinni og öðrum yfirburð- um síns landshluta. Eg kunni vel við þessa hrifningu þeirra, og eflaust væri þaö heppilegt, að engir dveldu lengur í nokkurri bygð, en meðan þeim þykir mikið til hennar koma og kunna að meta yfirburði hennar. Það virðist að sönn ættjarSarást ætti ekki sízt að birtast í kærleika til þess héraðs, sem heimili manns er í. Fulltrúar í Hallgrímssöfnuði eru þessir: Kolbeinn S. Thordarson ('forsetij, Frank R. Johnson ('skrifari), Thorsteinn Pálmason ('féhirSir), Gunnar Thorlaksson og Zophonras Johnson. Persónulega hefi eg mjög mikið að þakka ís'.endingum í Seattle. Allir hjálpuðust að, að gera mér dvölina sem ánægju- legasta. Menn voru boðnir og búnir að greiða fyrir mér á allan hátt._ Jafnvel þeir, sem lítinn hug hafa á kirkjulegu starfi, sýndu persónulega velvild og hlýleik. Kvöldið áður en eg lagði af stað heimleiðis, var mér haldið veglegt samsæti, og var ekkert til sparað að gera kvöldið sem ánægjulegast. Var þar hvorki skortur á góðum söng, liðlegum ræðuhöldum né ljúffengum kræsingum. Það er talsvert félagslif meðal íslendinga í Seattle. Eestr- arfélagið “Vestri” heldur fundi mánaðarlega. Var eg á tveim- ur slíkum fundum. Voru þeir vel sóttir, og fjörugir. Félagið á stórt bókasafn 5 prýðilega góöu ástandi. Aðallega er það eldra fólkið, sem heldur sig að þessum félagsskap. Enda fanst mér eldra fólkið vestra jafnvel íslenzkara en víða hér eystra, en yngra fólkið aftur yfirleitt enskara. Bilið á milli kynslóðanna því jafnvel meira.Einnig er starfandi. þar og í miklum blóma íslenzkt kvenfélag. Var eg á einni samkomu þess, og á einum kvenfé.agsfundi. Skemtiskráin á samkomunni var hin myndar- legasta og aðsókn góð. Fundurinn var vel sóttur og auðsjáan- leg eining í starfinu.—Ný viðbót í félagslífinu er íslenzkt glímu-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.