Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1925, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.04.1925, Blaðsíða 19
113 af hundraði nýtra, leiðandi, skólagenginna manna í landinu yf- irleitt vera á kirkjunnar vegum lí!ka. Því að eins og eg tók fram á8ur, þá er congressinn ágætt sýnishorn af þeim hluta þjóÖarinnar. En fyrst svo er ■— a15 níutíu prósent af menning- ar-úrvali þjóðarinnar eru í kristinni kirkju, — hva'Ö verÖur þá úr öllu þessu skrafi um kirkju-hruniÖ á vorri tí'Ö? ÞaÖ eru ekki nema fjögur eða fimm ár síÖan þjóÖfrægur prestur lét prenta bók eftir sig og sagöi þar, aÖ allur landslýðurinn væri aÖ 'hverfa burt úr kirkjunni; aÖ áhrifa hennar gætti ekki fram- ar í verulegum þjóÖþrifamálum; og lét hann í öllu á sér skilja, að evangelisku kirkjurnar væri allar saman dauÖadæmdar og ætti jafnvel ör-skamt eftir ólifaÖ. Eyrir þrem árum var stærð- ar-bók útgefin, er í voru ritgiöröir eftir merka 'höfunda um megin-þættina í amerísku þjóðlífi. Ekki var þar með einu oröi minst á kirkjulíf eða trúarlegt ástand þjóðarinnar. Olli þetta talsverðum umræðum, og útgefendur svöruðu aðfinningunni með þeirri vandræða-viðbáru, að þeir hefði ekki fundið hæfan mann til að rita þann kaflaflj. Þó samdi William Adams Brown prófessor all-stóra bók nokkru síðar um kirkjulífið í Ameríku, og var hún betur skrifuð og af meiri kunnugleik á efninu, sem fyrir lá, heldur en nokkur ritgjörð í bókinni, sem áður var nefnd. — Það var grunur flestra, að útgefendunum hefði ekki fundist kirkjurnar mega sín svo rnikils í þjóðlífinu, að umgetnngar væri vert; en sú skoðun á sér aðallega griðland hjá ofurlitlum hópi hreykinna ofvita í New York, eins og kunn- ugt er. Þegar að er gáð, þá kemur það upp úr dúrunum, að málsmetandi, alvörugefnir og mentaðir Ameríkumenn eru margfalt fleiri innan kirkjunnar en utan; og kirkjan er að miklu leyti- þeirra. Og meira að segja, allir, sem tekiö hafa nokkurn þátt í kirkjulegri starfsemi þessa lands á síðastliðnum fimtíu árum, geta borið um það af reynslunni, að kirkjan hefir aldrei haft svo vakandi auga á þörfum samtíðarinnar, aldrei svo ötul- lega beitt sér fyrir umbóta-hreyfingum, aldrei verið svo áhrifa- mikil, eins og einmitt nú. Hér um kvöldið var eg i samsæti, sem haldið var á vegum samvinnu-nefndarinnar kirkjulegu — Fcderal Council of Churches, til að heiðra og kveðja Alfred R. Kimball. Hann hefir verið féhirðir nefndarinnar frá byrjun, og teggur nú starfið niÖur. Fátt hefi eg heyrt jafn undursam- legt, eins og söguna, sem hann og aðrir viS þaS tækifæri sögðu af sí-vaxandi samúð og samvinnu á meðal kirknanna hér i Ame- ríku, frá því er nefndin var stofnuð og fram á þennan dag; og af auknum áhrifum kirkjunnar, bæði á iðnaðarsviðum og ekki

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.