Sameiningin - 01.04.1925, Blaðsíða 17
111
látnum, sorgarleiksmanninum fræga, líkir hann æfi leikarans
vi(5 sjónleik í sjö þáttum, og endar á þessa leiti: ‘Svo fellur
tjaldiS. Mun þaÖ verÖa reist aftur nokkurn tíma? Skynsemin
segir: ef til vill; en. vonin svarar: já’.
“Þegar eg skoÖa hjarta mitt vel, þá finst mér eg geta bætt
því við, að þetta ‘ef til vill’ í sambandi vih eilíföina, sé ein af á-
stæðunum fyrir því, aÖ eg fer til kirkju og held áfram að
reyna, þó miður takist, að lifa kristilegu lífi og trúa kristnum
kenningum.
“Og möguleikarnir eru mér í vil, mjög ákveðið. Hvað er
dálítil viðleitni í þá átt að lifa hreinu lífi, að iðka réttlæti, að
elska miskunnsemi og breyta eftir gullnu reglunni; hvað eru
fáeinar stundir vikulegar í kirkjunni, eða ofurlítil hjálpsemi—
hvað eru útlátin í þessum hlutum nema hverfandi smámunir í
samanburði við það, að öðlast ‘ef til vill’ eilifa sælu að launum?
Eg væri heimskingi, ef eg vogaði ekki svo litlu, því að þar hefi
eg alt að græða, en engu að tapa. Jafnvel þótt eg tapi, þá
græði eg samt; því að í andrúmslofti kirkjunnar er einhver
hressandi kraftur, sem eykur starfsþrekið og gjörir lífið fagn-
aðarríkara, jafnvel þótt eg sé ekki viss um það, hvort eg muni
nokkurn tíma fá að vakna. aftur upp af síðasta svefninum.”
Svo hljóðar játning þessa manns. Ýmislegt mætti finna
hér athugavert, að sjálfsögðu, til dæmis við skilning hans á
kjarna kristindómsins—sem reyndar er ekki nema eðlilegt, þar
sem hann skortir trúarvissuna. En einmitt fyrir þá sök, að
efagjarn maður og litil-trúaður skrifar þetta, þá fær vitnis-
burðurinn sérstakt gildi. Hann sýnir kraft og göfgi kristin-
dómsins. Manninum er auðsjáanlega hlýtt til kirkjunnar, þrátt
fyrir annarlegar skoSanir eða skoöanaleysi; hann finnur þar
aðdráttarafl, sem hann vili ekki spyrna á móti; lífskraft ein-
hvern, sem nafntogaðir talsmenn efans, eins og þeir Huxiey,
Spencer og Ingersoll, hafa ekki getað rýmt hurt úr hjarta hans,
þó hugurinn hafi fallist á boðskap þeirra í mörgum greinum.
Margir hafa sjálfsagt orðið fyrir svipáðri reynslu; kristin-
dóms- orðið hefir dularfullan 'kraft í sér fólginn; það “hverfur
ekki aftur við svo búið.” Stundum, þegar hugurinn amast við
trúnni, þá er eins og hún nái djúpum rótum í hjartanu; marg-
ur, sem ekki finst hann geta samþykt kenninguna, verður þó
var við þennan dularfulla kraft, — og finnur, að það er eitt-
hvað heilagt við hann; að áhri.fin eru góð og göfgandi. Við
þetta kannast mjög margir trúleysingjar, þegar þeir ræða um
kristindómsmálin af sanngirni og skynsemd.