Sameiningin - 01.04.1925, Blaðsíða 10
104
leyti snjólausar, eins og þá, og sama einmana-tilfinningin setti
að mér í Montana og áSur. Eg var þó svo heppinn, að fá a8 sjá
meira af Klettafjöllunum, því nú fór eg að degi til gegnum mesta
fjalllendið, en síðast fór eg þaÖ í myrkri. Ekki eru þau mjög
tilkomumikil, i samanburÖi viö Cascade-fjöllin meÖ fram strand-
lengju Kyrrahafsins, en alt eru fjöll i augum þeirra, sem ekki
hafa öðru vanist en Pembina-fjöllum. Eg skil vel, hve mjög
þeir sakna fjallanna, sem þeim eru vanir, þvi ætti eg a8 dvelja
langdvölum burtu frá sléttunum frjósömu og farsælu, sem eg
hefi vanist frá barnæsku, mundi eg sakna þeirra mjög. Þær
eiga fegurö líka, sem heillar, þó meÖ ööru móti sé. — Þegar
komiÖ var vestur fyrir Spokane í Washington-ríki, varÖ lestin
fyrir töf. Miklar rigningar höfÖu gengiö og flóÖ hafÖi þvegið
burt smábrú. Fyrst var löng bið, og svo var snúiö við aftur
fimtíu m'ílur til Spokane. Var farþegum þar bætt á aðra lest,
er fór lengri leið, og kom eg til Seattle kl. 2.30 á sunnudags-
morgun, í stað kl. 8.30 á laugardagsmorgun, eins og feröaáætl-
unin gerði ráð fyrir. En gott var að lenda ekki í flóðinu, og
gott var að sjá framan i íslenzk andlit þeirra, sem beðið höfðu
meS þolinmæði þess, að lestin kæmi.
Meðan eg dvaldi í Seattle i þetta sinn, var eg til heimilis hjá
Frank R. Johnson og konu hans Sigurbjörgu. Er Frank bróðir
Jóns Runólfsonar skálds, en Sigurbjörg systir Ólafs heit. And-
ersonar i Minneota og þeirra systkina. Eru börn þeirra hjóna
öll uppkomin og hin mannvænlegustu. Þrjár dætur og einn son-
ur ertf enn i föðurhúsum, og eru þau öll við' starf í borginni.
Átti eg hjá fólki þessu hina ánægjulegustu dvöl. Húsbóndinn
er glöggur vel og skáldmæltur, húsfreyjan fyrirmynd i sinni
stöðu, og unga fólkið mjög alúðlegt. Alt s'kildi það islenzku, en
lagði lítið fyrir sig að tala hana.
Eg dvaldi í S'eattle yfir sex sunnudaga. Guðsþjónusturnar
voru fluttar í norskri kirkju, sem. er ánægjulegt og veglegt hús.
Gerði húsnæðið ekki lítið til þess að gera guðsþjónusturnar að-
laðandi. Aðsóknin fór vaxandi, en var frá byrjun mjög á-
nægjuleg. Virku dagana var eg stöðugt á ferðinni meðal fólks
í þeim erindum, að fá undirtektir þess í sambandi við viðreisn
safnaðarins. Alment fanst mér eg verða var við löngun hjá
fólkinu eftir því, að fast safnaðarstarf mætti komast á, þó nokk-
uð mismunandi væri trú manna á því, hvort líklegt væri aö það
gæti tekist. Márgir lofuðu mjög ríflegum styrk til safnaSarins,
og yfirleitt voru undirte'ktir svo góðar, að alveg sjálfsagt reynd-
ist að endurreisa söfnuðinn, sem áður var. Um það voru sam-