Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1925, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.04.1925, Blaðsíða 16
110 meöbræSra sinna, eru meÖlimir í söfnuöi einhverjum eÖa sam- kundu. “Af þessum ástæSum tel eg mér skylt, aS styðja þá stofn- um eftir megni, sem gjörir meÖlimi sína aS góíSum foreldrum, góðum eiginmönnum eSa eiginkonum, og nýtum borgurum. Ekki vil eg þó gefa í skyn, aÖ eg geri þetta af eintómum náungans-kærleika. AuðvítaS vil eg feginn gjöra heiminn of- urlítiS betri, eftir því sem kraftar leyfa; en eg er eins og fólk er flest, mig langar til aS gjöra heiminn betri fyrir sjálfan mig. “Eg væri því óhreinskilinn, léti eg ekki þá skýringu fylgja, aS eg veiti kirkjunni stuSning og sæki messur meS fram i þeirri von, aS hún hvetji vinnufólk mitt til ráSvendni og börnin mín til að heiðra föður og móður — aS hún gjöri aðra menn fúsa til að hjálpa mér, alveg eins og eg vona, að hún innræti sjálfum mér löngun til að reynast öðrum hjálpsamur eftir megni.” Þar næst víkur hann orðum að framtiSarhorfum kirkj- unnar. Hann hefir oft heyrt því haldiS fram, aS kirkjunni sé að förlast, og að afturförin stafi af áhrifum þeirra manna, sem efast, eins og sjálfur hann, um mátt hennar til aS frelsa mannssálirnar til eilífs lífs, en skoða hana eins og nokkurs konar velgjörSastofnun, sem reynst hafi nytsöm, af því aS hún efli ráðvendni, kærleik og siSferði. Ekki vogar hann sér aS neita því, að þetta geti veriS satt, þótt hann óski hins gagn- stæða. Og hann bætir viS, með hálfgjörðum saknaSar-hreim í oröunum:— “Eg þrái að eignast trúarvissuna, sem foreldrar mínir áttu; þau virtust vera jafn-viss um tilveru GuSs og djöfulsins, eins og um þaS, sem gjörSist í gær. En slíka trú hefir vísinda- speki nútímans gjört mér ókleift aS eignast; og svo get eg ekki heldur samrímt sársaukann og grimdina, sem alstaðar er svo mikiS af í mannlegu lífi, viS hugmyndina kristnu um almáttug- an, alvitran og kærleiks-mildan GuS. “Um annaS líf liefi eg enga vissu; og enga vitneskju um Guð, persónulegan eSa ópersónulegan; og af öörum djöfli hefi eg engin kynni haft, heldur en anda þeim hinurn þverbrotna, sem býr í sjálfum mér og eg hefi aldrei getaS rekiS út fyrir fult og alt. “En á hinn bóginn kannast eg viS það, aS trúar-skorturinn sannar ekkert í sjálfu, sér. AnnaS líf getur vel veriS til, alveg eins fyrir því, þó eg hafi ekki eignast trúna. á tilveru þess. í ræSu þeirri, sem Robert Ingersoll flutti yfir Lawrence Bartlett

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.