Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1925, Blaðsíða 32

Sameiningin - 01.04.1925, Blaðsíða 32
126 viö fyndum þörf á tíSum altarisgöngum ? — Á þessari leið er önnur trúboösstö'ö 0., 21 mílu frá Fukuoka, og heitir Anmgi. Mánuöi siöar, 24. marz, segir O., að þau hjón séu loksins búin að koma sér svo fyrir, aö óhætt muni nú fyrir kunningjana að koma og heimsækja þau. Biður hann þess getið, að þau hjónin vonist eftir því, að enginn láti feimni eða ótta fyrir aö gera átroðning, aftra sér frá að sækja þau heim. Hægast sé, vitaskuld, fyrir þá, sem á Ströndinni búa, þar sem þeir hafi að eins yfir “pollinn” að fara. Vonandi verður þessu boði vinsamlega tekið. Segir hann líka, að hann sé búinn að koma sér fyrir með starf- ið á trúboðssvæðinu. 1 Kurume, sem er aðal-stöðin, gerir hann ráð fyrir að vera 1. og 3. sunnud. í hverjum mánuði. 1 Amagi 2. sunnud., en í Hida þ. 4. —1 Þessara stöðva var minst í fyrra bréf- inu. — Svo býst hann við að heimsykja þessar stöðvar aðra daga eftir þörfum. Heima hjá þeim hefir Mrs. Thorlakson skóla með eldri börn- unum á hverjum degi, með. aðstoð O., þegar annir hans leyfa. Kennir hún þeim námsgreinir þær, sem kendar eru börnum hér á því reki. Langar þau hjón til þess að börnin læri íslenzku, hvernig sem það nú gengur. Litla Carol Esther er farin að babbla. Halda börnin hin, að það eigi að vera íslenzka, og að hún skilji ekkert annað mál; rembast því við að tala íslenzku við hana hvert i kapp við annað. Myndu þau ekki rýrna í áliti mínu við það, ef þau héldu því áfram. 1 Fukuoka, þar sem þau búa, er töluvert af hvítu fólki. Auk Normans-hjónanna, trúboðanna lútersku, er töluverður hópur af Baptistum, nokkrir Mgþódistar og menn Ensku kirkjunnar ásamt biskupi. Kann O. ekki eins vel við sig með1 þeim eins og þeim, sern hann var með í Nagoya. Þykir þeir einrænir kirkjuflokkslega; láti of mikið bera á kirkjuflokkslínunum í trúboðsmálinu. Finst trúbræðurnir lútersku vera það helst til mikið líka. Hvað dórnur hans er þar litaður af hans eigin tilfinningum, skal ósagt. Mönn- um' er hætt við að láta dóma sína litast. Veitir því ekki af að hafa gát á sjálfum sér og öðrum. og læra að vera sem bezt algáðir. En vafalaust hefir það viljað brenna við og gerir enn, eins og maður sér muni vera, að flokksmenskunnar kirkjulegu kenni of mikið í tru- boðsstarfinu. Hefir trúboði okkar komið auga á það og sér hætt- una. En vandinn er, að vera sannleikanum trúr, eins og maður séir hann, af kærleika til hans og lotningu fyrir honum, og á sama tíma að tefja ekki fyrir efling hans. Sannleikanum eigum við að vera trúir, en í kœrleika.. 16. marz fóru þau ásamt börnunum skemtiferð til Naogata, bæjar um 25 mílur austur af Fukuoka, í tilefni af 'því, að þá var afmælisdagur Octavíusar litla og föðurmóður hans (1Q. marz sama og 15. hér. Eru einum degi á undan). Þegar þau komu heim um kvöldið, voru bréf og böggull komin að heiman, er jók á ánægj-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.