Sameiningin - 01.04.1925, Blaðsíða 20
114
síður í heimsmálunum. Ef satt skal segja, þá láta nú kirkjurn-
ar hér í Ameríku mikiS meira til sín taka i gjörvöllu lífi þjóS-
arinnar, heldur en nokkru sinni fyr.
Það er vel ómaksins vert, að rifja upp fyrir sér, hversu
þráfaldlega þessir há-upplýstu vinir vorir hafa sungið yfir
kir'kjunni sama líksönginn. Fyrir tveim öldum veik Butler
hiskup orSum sinum að þeirri bræðrasveit. Hann byrjar bók
sína um “Samsvörun trúarinnar” — bók, sem sló botninn úr
öllum þeirra röksemdum svo gjörsamlega, að, frihyggjendur
þurftu heila öld til að ná sér aftur,—með þessum oröum: “Eg
veit ekki hvernig á því stendur, en menn eru nú farnir að taka
því eins og sjálfsögðum hlut, að kristindómurinn sé jafnvel
ekki verður athugunar; það ,sé nú loksins orSið augljóst, að
hann hvíli á skrökum og hugarburði.” En þá kom Wesley til
sögunnar, og trúvakningin fór yfir England eins og eldur i
sinu, og neistarnir bárust vestur yfir Atlantshaf, til Ameríku.
ÞaS var fyrir réttum hundrað áum, að Joseph Hume lét sér
þau orö um munn fara, í neðri málstofunni á Englandi, að
“ungir herramenn fengist nú vonandi ékki lengur til að hætta
fé og kröftum í annað eins skrapatól, eins og kirkjan væri, og
myndi því þessum heimskulegu prestvigslum bráðlega linna.”
Varla hafði hann slept orðinu, þegar smárita-hreyfingin mikla
hófst í ensku kirkjunni, og gjörði landið alt að helgidómi til-
beiðslunnar. Um sömu mundir hrifu þei.r æskulýð Englend-
inga með bókurn sínum, Frederick Maurice, Thomas Arnold1
og Charles Kingsley; og þá var fríkirkjuhreyfingin enska í
fæðingunni. Og litlu siðar, þegar þeir Huxley, Tyndall, Spen-
cer og Romanes voru teknir að visa kristindóminum niður í
heimkynni æfintýra og þjóðsagna, og lýstu því yfir með and-
vörpum, að “félaginn mikli væri nú dauður”, þá reis heiðingja-
trúboðs-hreyfingin eins og flóðalda og breiddist út um Indland,
Kína og Japan. Njýjar kirkjur voru stofnsettar daglega, á
meðan vísindamenn þessir voru að bisa viti að koma legstein-
inum að höfðalagi kirkjunnar. Það er eins og enskur rithöf-
undur segir: “Sannleikurinn er sá, að kristindómurinn fæst
ekki til að helga sér vist i forngripasöfnunum.” Bolsevikar fá
ekki grandaíS honum. Ef nokkuð hefði getað gjört út af við
hann, þá var styrjöldin líklegust til þess, en hann hefir staðist
eldraun þeirrar afneitunar. Hann er frá Guði. Hann hefir
eilífðar-frækorn í sé fólgin. Verði hann myrkvaður um stund,
þá skín hann'því skærar á eftir. Verði hann fyrir árásum, þá
kemur það því betur i ljós, að lífsmagn hans er frá Guði. Þeg-