Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1925, Blaðsíða 22

Sameiningin - 01.04.1925, Blaðsíða 22
110 gáta. Ekki hefi eg séö grein fyrir þvi gerða, hvers vegna sonur- inn vildi breyta um nafn, eða því hann valdi þetta sérstaka nafn. Snemma varð Houdini kunnur sem línudansari, ferðaðist vifca um lönd og sýndi list sína fyrir stórmennum.. Seinna var hann fyrir félagi, sem fékst við framleiðslu hreyfimynda. Einnig gat hann sér orðstýr sem flugmaður. Fékk hann verðlaun fyrir flug í Ástralíu 1910. Var það í fyrsta sinn, aö flug tókst þar i álfu. En á seinni árum hefir Houdini aðallega komið við sögu sem töframaður, og hefir hann sýnt galdur sinn um þvert og endilangt þetta meginland. Iiann lætur binda sig í römmustu fjötra, en er svo á svipstundu orðinn laus úr fjötrunum, án þess að nokkrum hafi tekist að útskýra, með hvaða hætti það er orðið. En hann var ekki við eina fjölina feldur, því kynjaverk hans eru með mörgu móti. Hann útlistar aldrei töfra sína, heldur skilur það eftir áhorfendunum að skilja. Að þessu hefir þó verið lítið um fullnægjandi skýringar á þvi, sem hann kemur til leiðar. Til margra ára hefir hann lagt sig eftir því, að kynnast andatrú og þeim dularfullu fyrirbrigðum, sem hún byggist á. Kvað hann eiga eitt stærsta safn, sem til er í öllum heimi, af bókum um andatrú og dulspeki ýmsa. Sannfæring hans er, að engin fyrir- brigði andatrúarinnar hafi verið staðfest á vísindalegan hátt, og hefir hann reynst einhver skæðasti mótstöðumaður öndunga hér í Ameríku. Svo gætinn er hann í staðhæfingum og svo augsjá- anlega sannleikselskur, að hann hefir áunnið sér virðingu líka meðal þeirra, sem honum eru andvígir í skoðunum í þessu efni. Þannig eru þeir taldir vinir, hann 0g Conan Doyle, rithöfundur- inn alkunni, þó algjörlega séu þeir ósammála um andatrúar-fyrir- brigðin. Houdini hefir skrifað bók um reynslu sína við ýmsa miðla, og finnur hann alls ökkert til stuðnings andatrúar-niður- stöðunni. Fyrir nokkru bauð ritið “Scientific American” $2,500 verð- laun hverjum, sem fært gæti vísindalegar sönnur á, að samhand hefði fengist við framliðna menn. Frú Grandon, miðill frá Boston, gerði tilraun til að fá verðlaunin, og gerði í því augna- miði tilraunir fyrir nefnd fimm manna, settri af “Scientific American”. Einn nefndarmaðurinn var H'oudini. En hann var mjög fjarri því að álíta, að fyrirbrigði þau, er komu fram við þessar tilraunir, væru egta. Hann heldur því fram, að alt, sem gerðist hjá frú Grandon, geti hann sjálfur gert með töfrum sín- um án aðstoðar nokkurra anda. En hann lét ekki sitja við orð- in tom, heidur afhenti einum meðlimi borgarstjórnarinnar í

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.