Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1925, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.04.1925, Blaðsíða 11
105 taka þeir, sem áður höföu boriÖ hita og þunga dagsins í safn- aSarmálum, og aíirir, sem fúsir voru til að vera þeim liSsinn- andi. Milli 50 og 60 fermdir meÖlimir 'bættust i söfnutSinn, og ýmsir fleiri í vændum í nálægri framtíÖ. Auk þess voru marg- ir, sem ekki að svo stöddu voru til þess búnir aÖ ganga í söfnuð, því mjög liðsinnandi, að byrjun mætti vera gerð á kirkjulegu starfi.—Vandamáliö mesta fyrir söfnuðinn er, að fá sér prestlega þjónustu. Mönnum fanst mikiS riða á því, að láta ekki þessa byrjun á starfi falla niður, en líkur til þess að þó kallaður yrÖi prestur úr fjarlægð, gæti hann ekki komið fyr en að áliðnu sumri. Varð þaö því úr, að söfnuðuinn leitaði til íslenzks guð- fræðanema við lúterska prestaskólann i Seattle, hr. Kolbeins Sæmundssonar, að veita nokkra þjónustu nú strax samfara námi sinu. Flytur hann nú guðsþjónustur fyrir Hallgrímssöfnuð að minsta kosti annan hvorn sunnudag, en er ráðinn til fullrar þjónustu hjá söfnuðinum yfir sumarfríið. Kolbeinn er mjög vel máli farinn, prúðmenni í allri framkomu og drengur hinn bezti. Mun dr. Jón heit. Bjarnason fyrstur hafa haft augastað á Kolbeini sem prestsefni, þegar hann var unglingur austur í W'innipeg. Mun það reynast, að leiðtoganum látna hafi þar ekki missýnst, er hann áleit Kolbein efni í kirkjulegan leiðtoga. Sem leikmaður hefir hann talsverða reynslu í kirkjulegu starfi í söfnuðinum xslenzka á Pt. Roberts, og ekki vantar það, að hug- ur fylgi máli fyrir honum í þessum efnum. Eins og siður er til, þegar þannig stendur á, veitti eg honum fyrir hönd kirkjufélags vors heimild til að framkvæma venjuleg prestsverk, meðan hann þjónar söfnuðinum. Hjónavígslur eru undánskildar, því hvert ríki fyrir sig ákveður hverjir hafi heimild til að framkvæma þær. — Aö öðru leyti en því, að þessi efnilegi námsmaður kann nxeð þessu rnóti. að vera ofhlaðinn starfi, hygg eg að þessi ráð- stöfun safnaðarins hafi verið mjög ráðleg. Söfnuðinum er þannig séð fyrir þjónustu þann tíma, sem hann annars hefði verið prestþjónustulaus, og námsamðu.irinn ;fær reynslu fyrir því, hvort starfið er samrýmanlegt námi. Fyrst um sinn að minsta ko.sti verða guðsþjónustur Hall- grímssafnaðar í norsku kirkjunni, sem áður er minst á. Eru Norðmenn íslendingum mjög vinveittir, og vilja alt gera til að greiða fyrir þeim. Mörg íslenzk börn hafa sótt þar sxtnnudags- skóla, og all-margir íslendingar sótt þar guðsþjónustur. Tala íslendinga í Seattle hefir aukist rnjög síðustu árin. Liggur nærri, aö hún hafi tvöfaldast, síðan eg var þar fyrir

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.