Sameiningin - 01.04.1925, Blaðsíða 23
117
B.oston $10,000, og mælti svo um, aÖ það fé afsali hann sér þeim
til handa, sem láti þau fyrirbrigöi gerast, sem hann ekki geti leik-
i8 eftir. Þar við stendur, enn sem komiö er. Enginn hefir
boðist til aÖ innvinna sér fé þetta.
Fyrir þrjú þúsund áhorfendum sýndi Houdini i febrúar-
mánuÖi síðastl. margar af brellum þeim, sem hann kveöst 'hafa
orðiÖ áskynja um í sambandi við tilraunir miÖla. Geröist þaö
í New York-borg. Vakti það mjög mikla athygli. — Houdini
var meðlimur í ameríska sálarrannsóknarfélaginu, en hefir ný-
lega sagt sig úr því, vegna óánægju með þá ráðstöfun þess, að
útnefna J. Malcolm Bird, einn af ritstjórum “Scientific Americ-
an”, til rannsókna fyrir félagið. Byggir hann þau mótmæli sín
á því, aö maöur þessi hafi verið í vitorði með frú Grandon og
aðstoðað hana í fyrirbrigðunum, sem Höudini telur ekki egta.
— Frekari frétta má búast við úr þessari átt framvegis.
1 Negra-söfnuði einum í Chicago, sem tilheyrir Baptista-
kirkjudeildinni, eru um 10,000 meðlimir. Fimm prestar þjóna
söfnuðinum, og fær sá þeirra, sem lengst hefir þjónað, $6,ooo
árslaun. Frjáls samskot á sunnudagsskóla safnaðarins nema á
hverjum sunnudegi frá $500 til $700.
Aö gera skyldu sína er ekki nóg. Þaö, sem þú gerir fram
yfir skyldu þína, sýnir hvaða mann þú hefir að geyma.
Prestur einn í New York komst svo að orði nýlega: “Það
styður ekki eins mikið málstað sannleikans, að leiðrétta aðra
eins og aö sjá, hvaö að er hjá manni sjálfum. Allir setja út á
unga fólkið í samt'íð vorri; við gleymum, að það er einungis
'hreinskilnara og opinskárra en áður. Vér ættum að muna, að í
þess höndurn er framtíðin, og að það gagnar ekki einungis, að
kvarta yfir unga fólkinu,” Hvaö sem mönnum kann að finnast
um þessi ummæli, þá er eitt víst, að það gagnar sjaldan einungis
að kvarta og setja út á. Það, sem unga fólkið nú þarfnast mest
af öllu, er að einhver, sem með skilningi og hlýleik setur sig inn
í ástæður þess, bendi því á hætturnar og gáleysið, sem ber að
varast, en muni eftir því jafnframt, að tímamir breytast, en
æskan ekki. Og nákvæm sjálfsprófun mundi leiða eldri kyn-
slóöinni fyrir sjónir, að ekki hafa allir gallar yngri kynslóðar-
innar átt upptök hjá henni sjálfri.