Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1925, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.09.1925, Blaðsíða 13
267 Páll heima. Aö öllum líkindum var honum þannig fariÖ að upplagi, en þó mun sú hugareinkun ha.fa tekið enn meri þros'ka fyrir áhrif trúarinnar. Þegar Páll var orðinn maöur kristinn, þá er eins og elskan til meistarans og áhuginn fyrir málefni haris og frelsun mannssálnanna. hafi ráðið yfir hug og hjarta postul- ans með þeim krafti, sem alt annað varð aö þoka fyrir. Á sviði mannlífsins hið innra; i ósýnilegu ríki Guðs, sem “er ekki matur og drykkur, heldur réttlæti og friður og fögnuður í heilögum anda”; í haráttunni, s'em “er ekki við blóð og hold, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrotna þessa myrkurs”; við íhug- un og umtal um kærleikann, trúna, ávexti andans, um þarfir mannss'álarinnar, um “speki Guðs í leyndardómi, hina huldu”, eða um þann “frið Guðs, sem æðri er öllum ski.lningi” — í slík- úm hlutum, var Páil með lífi og sál. Þar fékk andagift hans og tilfinningalíf notið sín að fullu. Atvik eitt, sem Púkas skýrir frá í Postulasögunni, bregður skæru ljósi á þessa lyndiseinkunn Páls. Þegar postulinn var staddur í Aþenuborg, þessu forna höfuðbóli menningar og lista, og virti! þar fyrir sér goðalíkneskin öll, mörg þeirra heimsfræg listaverk, þá “fyllist andinn í hrjósti hans sárri gremju, er hann sá að horgin var full af skurðgoðum”. Elkki þar með s.agt, að Páll hafi alls enga .sinnu haft á að meta snildina og fegurSina; en aðdáunin þokaði fyrir sárri hrygð, þegar hann hugsaði til þess, að listmenningin Ibirtist þar eins og ánauðug ’"<=rna heiðindóms' og spillingar. Áhuginn fyrir málstað Drott- ins var svo sterkur, að fegurðartilfinningin varð að lúta í lægra haldi. Verið getur líka, að í frásögukorni þessu megi finna óbein áhrif menningarinnar heiðnu, sem Páll hafði séö fyrir sér í 'barn- æsku þar í Tarsus. Það er a.ð visu freistandi að. hugsa sér, að hann muni haf'a notiö einhverrar tilsagnar í grískum fræðum hjá skólamönnum þeirrar borgar; en ímyndun sú hefir næsta lítið við að styðjast. (Æfttmenn Páls voru “Þlebrear” og “Farisear”, það er að segja, þeir voru hebreskulærðir og heyrðu til hinum strangasta íhalds-flokki þjóðar sinnar, flokki, sem amaðist við grískri mentun og siðmenning fPost. 23, 6; 2. Kor. 11, 22; Fil. 3, 5.^ Það er nú harla ólíklegt, að honum ha.fi verið i barn- æsku komið í skóla hjá grískum lærifeðrum. Enda verður það ekki merkt á ritum Páls, að hann hafi verið kunnugur heim- speki, ræðulist eða, 'bókm.entir Grikíkja. Hann ritar ekki “lærða” grísku, .heldur alþýðumáliö. Ekki vitnar hann í grísku skáldin oftar en tvisvaf eða svo, og tilvitnanirnar eru örstutt stef; sem

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.