Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1925, Síða 29

Sameiningin - 01.09.1925, Síða 29
283 kirkjunnar að færa kvíar sínar út til Noröurlanda og íslands sérstaklega. Eru þar hrakin ummæli í bók eftir Halldór Kiljan Laxness, er heitir “Kaþólkst viðhorf”, og er svæsin árás á Mót- mælendakirkjuna, og mótmælt er sterklega ummælum Vilhjálms kardínála van Rossum, þess er ísland heimsótti sumariB 1923 og Islendingar tóku með dunum og dynkjum. Hafði kardínálinn skilið höfðingjadekrið við sig svo sem vott þess, að íslendingar þrái það öllu fremur, að fá að falla aftur í faSm heilagrar kirkju páfans. Hefir kardínáli ritað um það í stórri bók og heitir á “hina trúföstu” að' leggja fram fé til að boða sanna trú íslend- ingum og Norðurlanda'búum öllum. Er að sjá af skýrslum, að kaþólska trúboöið færist fremur í aukana. í árslok 1920 eru kaþólskir menn í Reykjavík taldir 59, en 1924 eru þeir orðnir 104. Hafði séra Árni fyrst flutt þetta kröftuga erindi á Syn- odus í sumar og er að sjá sem leiðtogum lúterskrar kirkju á ís- landi sé ékki farið að gilda einu um þá kaþólsku própaganda þar í höfuðstáðnum. Aðrar helztu ritgerðir í Prestafélagsritinu eru: “Búddha og andastefna hans” og “Múhameð og íslam”, eftir Ragnar Ófeigs'- son, “Kirkjugarðarnir eftir Magnús dócent Jónsson, “Markús og guðspjall hans”, eftir séra Ásmund Guðmundsson, og nokkr- ar sm;ígreinir um erlendar teekur, kirkjumál á þingi o. fl. Það er með Prestafélagsritið eins og Prestastefnuna hin síðustu ár, að forðast er að brjóta upp á nokkru því, sem valdið getur deilum og ófriði. Þeir hafa aðhylst þá stefnu þar heima, að því er séð verður héðan úr fjarlægðinni, að ræða ekki opin- berlega trúfræðilegan ágreining, en láta “stefnurnar” búa sam- an í næði. Jafnvel “Bjarmi” virðist nú hallast á þá sveifina, því þar má lesa þessi orð eftir ritstjórann: “Þegar dagfar og trúar- alvara eru í bersýnilegri samvinnu, þá verða ekki trúfræðisgall- ar að verulegu meini.” Prestafélagsritið er ritstjóra þess og prestastéttinni til sæmdar. —B. B. J. Grœnlenzk prestvígsla. Fimtudaginn 27. ágúst síðastl. fór fram athöfn í ísafjarðar- kirkju, er lengi mun í minnum höfð, þeirra er viðstaddir voru, en það var prestvígzla grænlenzka prestsins Sejer Abelsens, frá Ang- magssalik á Grænlandi. Sem kunnugt er orðið hefir danska stjórn- in ákveðið, að stofnuð skuli ný nýlenda á austurströnd Grænlands, þar sem heitir Scoresby-sund, á 70° norðurbreiddar. Hefir þar eigi

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.