Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.10.1925, Qupperneq 17

Sameiningin - 01.10.1925, Qupperneq 17
271 eftir “meöalinu” okkar, þaS hefir beSiö nokkuö lengi; og svo byrj- ar þýhing ritninganna, eins og af sjálfu sér. Enginn hóf þaö verk með fyrirlögöu ráSi. Viö höfum kent börnunum stafrófið, og svo urðum vi'ð að fá þeim eitthvað til að lesa. Fyrsta verkið, sem við gjörðum, var að búa til nokkurs konar hand-pressu. Prentstafina skárum við úr tré með vasahnifnum okkar. Svertuna fengum við á gufuskipinu, og svo byrjuöum við á Lúkasar guðspjalli, þýddum eins vel og við gátum, og settum tréskorna letrið staf fyrir staf með íingrunum. Á litlum tima höfðum við þýtt og prentað fáeina kafla úr Lúkasi. Svo fengum við reglulega pressu, og í henni gátum við með mikilli fyriúhöfn prentað heila blaðsíðu í einu, en ekki meira, því aö hvorki við eða svertingjarnir höfðum nokkurn tíma séð prentletur, fyr en við fengum það með pressunni. Svo “þryktum” við fáeinar prófarkir, og við tókum fljótt eftir því, að þegar arkirn- ar voru notaðar í skólanum, þá lærðu- börnin lesmálið utart að, sem á þeim stóð. Og þau lásu prófarkir ágætlega; þeim sást aldrei yfir stafvillu. Þau lærðu guðspjallið jafn-fljótt og við prentuðum. Sjálfur ætlaði eg mér aldrei að verða biblíuþýðari. Eg bar á- kaflega mikla lotningu fyrir hverjum þeim manni, sem var svo lærður, að hann gat útlagt biblíuna. Eg er ekki lærður maður. Eins og Beecher og Crant og fleiri góðir menn, þá náði eg þeim heiðri stundum á skólaárunum, að standa næstur þeim efsta í min- um bekk — en það var ekki nema þegar við stóðum í 'hring, bekkjar- bræðurnir. En sannleikurinn er, að það þurfti ekki læröan mann til að vinna þetta verk. Þegar við svo vorum búnir með. Lúkasar guðspjall, þá gjörðum við Matteusi sömu skil; og börnin lærðu líka það guðspjall utan að, jafnóöum og það var prentað. Svona fórum við í gegn um alt nýja testamentiö, og þannig atvikaöist það, að við urðum biblíuþýðendur. Litlu síðar sendi Batsva þjóðflokkurinn börnin sín til okkar. Við ætluðum ekki að læra tungumál þess fól.ks; okkur fanst, að við hefðum nóg meS eina tungu. En svo heyrðum við þetta nýja mál á 'hverjum degi, og brátt gátum við talað það alveg eins vel eins og Tonga-málið. SögSu þá Batsva-menn: “Við þurfum líka að eignast biblíuna.” Svo viö urðum að stofna skóla hjá þeim og fá þeim prófarkirnar, og þeir lærðu guðspjöllin utan aö á sínu máli, eins og Tonga þjóðin hafði gjört. Svona urðu þýðingarnar til. Eg á alls engan heiður skilinn fyrir að hafa útlagt biblíuna. Viö urðum að gjöra það, og við gáfum fólkinu svo góða þýðingu sem við gátum. Og báðar þýð- ingarnar hafa verið notaöar í öll þessi ár án endurskoöunar. Ekki dettur mér í hug að segja það, að þær þurfi engrar endurbótar við. En þýðingarnar eru ekki lakari en svo, aö þær leiða fólkið i þjóS- flokkum þessum inn í ríki Guðs, þúsundum saman og tugum þús- unda. í sambandi við þetta mál um útlegginguna ber að gæta þess, að hvorug tungan átti trúarlegt orð í eigu sinni.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.