Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1925, Page 23

Sameiningin - 01.10.1925, Page 23
277 mundir, þaö er satt — hann hrýzt um eins og hálshöggvinn hæna, og meS svipuSum árangri. Veriö óhrædddir. Sá, sem hefir fram- tíö Afríku í hendi sér, er ekki MúhameS. ÞaS er Jesús Kristur. G. G. --------o-------- Evangeliskt viðhorf. Synodusérindi, flutt 27. júní 1925, af séra Árna Sigurðsyni. Herra biskup ! virSulega prestastefna ! Fyrir nokkrum mánuöum kom hér út bók eftir Halldór Kiljan Laxness, gamlan kunningja minn, er hann nefndi “Kaþólskt viShorf” og út var gefin meö “imprimatur” fárituöu prentunarleyfij æSsta manns kaþólska trúboíSsins hér á landi. Þó að þeirrar bókar veröi aS nokkru getiö hér síðar, og þó aö fyrirsögn þessa erindis minni á nafn hennar, er þó ekki ætlunin að gera hana sérstaklega aö um- talsefni, þar sem henní er aSallega beint gegn mjög svo ókurteisri og ósanngjarnri árás á kaþólska kirkju, sem jafnframt var árás á kristindóminn yfirleitt. Fyrirsögn þessa erindis merkir, að hér muni veröa rætt um af- stöðu evangelisk-lúterskrar kirkju til kaþólska trúboösins. Oröin “evangeliskur” og “kaþólskur” hafa fyrir undarlega viöburöanna rás oröiö aö nokkurs konar andstæöum í kristnum heimi í nöfnun- um evangelisk kirkja og kaþólsk kirkja. Og þaö sýnist ætla aö veitast örðugt, þrátt fyrir óskir og einlæga viðleitni margra hinna beztu manna, að láta þessar tvær aðaldeildir kristinnar kirkju taka höndum saman í kærleika og bróðerni, sameinast um kjarna kristin- dómsins, svo að hið “evangeliska” og hið “kaþólska” megi fylla og fullkomna hvort annað. Og f því sambandi lítur svo út, sem hin rómversk-kaþólska kirkja .hafi “ekkert lært og engu gleymt”, ef þaö er skoðun 'hennar og stefna, sem birtist í kaþólskri bók, útkominni í Þýzkalandi*). Höf. talar þar um þörfina á því, að hefja fram- sókn í nafni sannleikans, og segir s’ðan: “í hinni hræðilegu úrslita- orustu framtíðarinnar veröur haráttan háð miili tveggja andstæðra herja. Annars vegar er kristindómurinn í fullu æskufjöri, eigandi sannleikann óflekkaöan eins og hann er aö eins að finna í kaþólsku kirkjunni, en hins vegar er Andkristur sjálfur.” Og hann talar um hina “feysknu byggingu mótmælendakirknanna”, sem muni “hrynja í rústir í þessum stormum.” Og ef nú svo er, aö kaþóiska kirkjan í ■hverju landi berst gegn hinum evangeilsku kirkjum í þessum anda, enda þótt hún fari eigi svo geyst og rasandi i framkvæmdum, sem þessi þýzki þjónn hennar í oröum, 'þá er ástæða til þess, >einnig fyrir oss í hinni evangelisk-Iútersku kirkju Islands, að vera vakandi og setja sterkan vörö. Og vér þurfum að sameina það tvent, að vera vakandi heima fyrir og hafa um leið nákvæmar gætur á því, sem *) Bitter: Konvertiten-Unterricht, 3. úig. 3924, bls. 221.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.