Sameiningin - 01.12.1927, Side 7
357
Andi og- hefð í vorri ísle'nzkn kristni eins og líka í
lútersku kirkjunni alment hefir stutt að því, að í kirkj-
um vorum flestum eða öllum liefir síðari stefnan ráðið.
Er það vel farið. Einungis þannig er kirkjan trú hlut-
verki sínu gagnvart hinum ungu. 1 sjálfu sér sé eg ekk-
ert athugavert við æfintýrið um sankti Kláus. Það á
sama rétt á sér og önnur æfintýri. En það er ekki jóla-
boðskapur kristinnar kirkju til barnanna. Kirkjan ætti
að leitast við að tengja alla jóla-gleði barnanna við
Jesúm. “Leyfið börnunum að koma til mín og bannið
þeim það ekki, því að slíkra er Guðs rí'kið,” er leiðbein-
ing Jesú sjálfs. Að hin stefnan hefir fengið að ráða
víða í kirkjum þessa meginlands, stendur eflaust í sam-
bandi við þann misskilning að einungis þannig sé hægt
að heilla hugi barnanna. En góðs viti er það, að gott
fólk víða í kirkjum þessum er farið að finna til þess að
þetta sé ekki fullnægjandi kristilegt jóla-tilhald fyrir
börnin. Ætti það með öðru að gera minni hættu á því
að fólk vort nokkurstaðar taki sér þetta til fyrirmyndar.
Þá eru og jólagjafirnar. Fagur siður í sjálfu sér,
en lendir oft út í öfgar þannig, að það er fráskilið öll-
um kristilegum anda. Yerður í raun réttri nokkurs kon-
ar verzlun, sem leggur á marga þunga byrði og áhyggjur,
rænir þá sönnum jóla-friði og gleði og spilar á strengi
hégómagirni og eigingirni. Er þess brýn þörf að þetta
komist æ meir og meir undir leiðréttandi áhrif anda
Krists. Ekki eru það nein spjöll þó ástvinir eða nánir
vinir minnist hvers annars með gjöfum, þegar í þessu
er stilt rétt lióf. Er þá ekki verðmæti gjafarinnar held-
ur andinn, sem hún er gefin í, aðal atriðið. En vel færi
á því að jólagjafir væru aðallega til barnanna og hinna
fátæku. En jafnvel með gjafir til barnanna þarf rétt að
fara. Reyna að forðast að ala upp í þeim heimtufrekju
og vanþakklæti. Dæmi munu vera til þess, að börn og
unglingar því sem næst heimti gjafir eftir eigin geðþótta
af hinum eldri. 0g er þá komið eins fjarri hugsjón og
hugsast getur . Miklu fremur ætti að venja börnin á það
snemma að finna gleði í því að gleðja aðra, — Hvað
gjafir til fátækra snertir, þarf sannur kærleikshugur að