Fréttablaðið - 22.03.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.03.2011, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI veðrið í dag Sími: 512 5000 STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðardótt- ir forsætisráðherra ætlar að meta stöðu og styrk ríkisstjórnarinnar og möguleika hennar á að koma í gegn veigamiklum málum í kjöl- far úrsagnar tveggja þingmanna úr þingflokki Vinstri hreyfingar- innar – græns framboðs. „Ríkisstjórnin þarf ekki að vera veikari á eftir. Við höfum komið okkar málum í gegn, hingað til að minnsta kosti, þótt þau hafi ekki notið stuðnings allra í Vinstri grænum,“ sagði Jóhanna í gær- kvöldi. Aðspurð hvort hún hygg- ist aðhafast eitthvað til að styrkja stjórnina sagði Jóhanna ekki tíma- bært að segja til um það. „Fram undan eru mjög stór viðfangsefni þar sem við þurfum að hafa góðan meirihluta fyrir málum. Ekki síst í atvinnumálunum, hvernig við förum að við að glæða hér hag- vöxt, fiskveiðistjórnunarmálin og fleiri mál. Ég mun ræða við for- mann Vinstri grænna sem fyrst til þess að fara yfir þessa stöðu sem upp er komin og hvort ástæða sé til sérstakra viðbragða.“ Fyrr geti hún ekki sagt til um hvort breyt- ingar verði á ríkisstjórninni. Reyna á að finna fundi þeirra tíma í dag. Nýjustu vendingar voru ræddar á þingflokksfundi Samfylkingar- innar í gær. Þær, einar og sér, eru ekki taldar skipta höfuðmáli um nauðsyn þess að stjórnarsamstarf- ið verði tekið til sérstakrar skoð- unar; málefnastaðan kallar á það. Í þingflokki Samfylkingarinnar hefur þeirri skoðun vaxið ásmeg- in að affarasælast sé að slíta sam- starfinu við VG. Telja sumir þing- menn rétt að efna til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Meiri- hluti þingflokksins vill þó að áfram verði unnið með VG en að því gefnu að aukinn kraftur verði settur í ýmis mál og önnur tekin nýjum tökum. Atvinnuuppbygging er meðal mála í fyrri flokknum og aðildarviðræðurnar við ESB í þeim síðari. Þá er það hávær krafa í Sam- fylkingunni að Vinstri græn gangi lengra í breytingum á fiskveiði- stjórnunarkerfinu en þau hafa viljað til þessa. Það mál er í raun nýr ásteytingarsteinn milli flokk- anna. Jóhanna Sigurðardóttir kvaðst aðspurð ekki trúa að ástandið á stjórnarheimilinu kallaði á að efnt yrði til kosninga. „Ég trúi ekki að menn vilji fara í kosningar núna þegar við erum í miðjum stórverk- efnum eins og að ná kjarasamn- ingum og koma hjólum atvinnu- lífsins af stað. En það er ekki útilokað að það geti orðið síðar á kjörtímabilinu.“ - bþs / sjá síðu 4 Þriðjudagur skoðun 12 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Verslun og þjónusta 22. mars 2011 67. tölublað 11. árgangur Ég mun ræða við for- mann Vinstri grænna sem fyrst til þess að fara yfir þessa stöðu sem upp er komin. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR FORSÆTISRÁÐHERRA verslun og þjónusta ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2011 HLUTFALL STARFANDI eftir atvinnugreinum 73% 63% 19% 12% 6% 21% 5% 1% Þjónustustarfsemi Verslun Framleiðslustarfsemi Landbúnaður og fi skveiðar Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Ljóshærðir hafa fleiri hár á höfðinu en fólk með annan háralit. Meðalmaðurinn er með 100.000 hársekki á höfði en hjá ljóskum eru þeir 146.000. Svarthærðir hafa 110.000, brúnhærðir 100.000 og rauðhærðir 86.000. Franski snjódrekakappinn Jerome Josserand flaug 200 km á snjódrekanum í vonskuveðri á föstudag. Stórkostlegt ferðalag Sölustaðir:10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga,Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin. ÍSLENSK FÆÐUBÓT BITAFISKUR -næring fyrir líkama og sál ÞÆGILEGIR & LÉTTIR Vinna gegn fordómum ME-sjúklingar stofna nýtt félag á Íslandi. tímamót 16 HEILSA Dregið hefur úr því að unglingar byrji að neyta áfengis í grunnskóla. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var gerð af Rannsóknum og greiningu og náði til allra fram- haldsskóla lands- ins. Eins virðist sem unglingar byrji ekki í jafnmiklum mæli og talið var að neyta áfengis sumarið eftir tíunda bekk. Stór hluti byrjar hins vegar að drekka á fyrsta ári í framhaldsskóla. Skil milli skóla- stiga eru skarpari en áður. „Tíðni ölvunardrykkju hefur lækkað frá 2004 til 2010 bæði á meðal nemenda í tíunda bekk og á fyrsta ári í framhaldsskóla,“ segir Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsóknar og greiningar. - ve / sjá Allt í miðju blaðsins Skil skarpari á milli skólastiga: Dregur úr ung- lingadrykkju Lífrænt vottaðar húðsnyrtivörur unnar úr hreinni íslenskri náttúru lífrænt dekur soleyorganics.com KOMIN AFTUR! DREGUR ÚR VINDI Í dag verða suðvestan 5-13 m/s. Snjókoma SV-til síðdegis og víða él en bjart A-lands. Svipaður hiti. VEÐUR 4 0 1 -4 -2 -2 HURTS-MENN SKEMMTU SÉR VEL Létu rafmagnsleysi ekki trufla sig fólk 30 GRUNUR UM ÍKVEIKJU Anna Lúðvíksdóttir og Oskar Uscategui hjá samtökunum Seeds, unnu að því að bjarga því sem bjargað varð af innanstokksmunum í gær. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í húsinu og er málið í rannsókn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Framhald samstarfsins rætt Formenn stjórnarflokkanna ætla að fara yfir stöðuna í stjórnarsamstarfinu og meta hvort ástæða sé til breytinga. Ágreiningur er um nokkur veigamikil mál, til dæmis breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. FÓLK Félagasamtökin Seeds eru án húsnæðis eftir brunann í Birkihlíð í Bústaðahverfi í gær, en þar áttu erlendir sjálfboðaliðar að gista. Seeds vinnur að umhverfisverkefnum um allt land með hjálp sjálfboðaliða, og hafa samtökin haft gisti- aðstöðu fyrir erlenda gesti í Birkihlíð. Eftir brunann eru samtökin í mikilli óvissu með komandi vor. Anna Lúðvíksdóttir, verkefnisstjóri hjá Seeds, segir í samtali við Fréttablaðið að missir húsnæðis- ins sé tilfinnanlegur þar sem vertíðin hjá þeim sé að hefjast og fjöldi fólks á leiðinni. „Þetta er heilmikið tjón og maður veit ekki hvað á að gera eða halda. Nú þurfum við að hugsa um hvar eigi að hýsa sjálfboðaliðana okkar. Við viljum því biðja alla þá sem hafa laust húsnæði í stuttan tíma, hvort sem það er svefnpokapláss eða hvað sem er, sem gæti hýst sjálfboðaliðana, að hafa samband við okkur.“ Seeds eru íslensk samtök sem hafa unnið að umhverfismálum í samstarfi við sveitarfélög og félagasamtök frá árinu 2005. Á síðasta ári komu 800 sjálfboðaliðar til landsins á vegum þeirra og unnu að 80 mismunandi verkefnum. Að sögn lögreglu er talið líklegast að um íkveikju sé að ræða, en málið er í rannsókn. Húsið var mann- laust og engan sakaði. - þj Sjálfboðaliðasamtökin Seeds eru á hrakhólum og vantar gistirými: Sárvantar húsnæði eftir bruna JÓN SIGFÚSSON Yfir landamæri hafið Steinunn Þórarinsdóttir opnar sýninguna Borders á Dag Hammarskjöld Plaza í New York í Bandaríkjunum á fimmtudag. menning 20 Þrír oddaleikir ÍR og Haukar tryggðu sér oddaleiki í rimmum sínum gegn Keflavík og Snæfelli. sport 26

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.