Fréttablaðið - 22.03.2011, Qupperneq 20
SUSHI
Sushi-kokkar í Japan hafa fimm ára nám að baki. Tvö ár fara í
að læra að búa til hrísgrjónin og þrjú í að læra að verka fiskinn. Það
er fyrst að námi loknu sem þeir fá leyfi til að vinna á sushi-bar.
Sushi er gjarnan borið fram á
látlausan hátt enda bitarnir
hreinasta listasmíð í sjálfu sér.
Borðbúnaður og áhöld fyrir
sushi hafa þó verið mörgum
hönnuðum hugleikin og hafa
íslenskir hönnuðir meðal annars
hannað bakka og skálar undir
sushi.
Alda Halldórsdóttir og Guðrún
Valdimarsdóttir vöruhönnuðir
eru höfundar að Hellum, marg-
nota glerbökkum sem framleidd-
ir eru í glerverksmiðju Samverks
á Hellu.
Hellurnar má nota sem skurð-
arbretti, hitaplatta og glasabakka
eða sem disk undir kökur eða
sushi. Hellurnar eru framleiddar
úr afgangsgleri sem fellur til við
vinnslu hjá Samverki. Þær eru
lakkaðar með vatnslakki og fást
í mörgum litum. Hellurnar fást
meðal annars í versluninni Kraum
í Aðalstræti 10.
María Krista Hreiðarsdóttir
er grafískur hönnuður og rekur
fyrir tækið Krista Design. Meðal
vara eftir Maríu Kristu eru sushi-
bakkar með skál í miðju, undir
engifer, wasabihnetur, sojasósu
eða annað. Bakkinn liggur
á gúmmíhlemmi sem
veitir honum stöðug-
leika á borðinu og lyftir
honum auk þess aðeins
frá borðplötunni. Sushi-
bakkar Maríu Kristu fást
meðal annars á vefverslun-
inni Bútík og á síðunni Kristade-
sign.is. - rat
Sushibakkar eftir
íslenska hönnuði
Hellur eftir Öldu Halldórsdóttur og
Guðrúnu Valdimarsdóttur framleiddar af
Samverki ehf. á Hellu.
MYND/ALDA HALLDÓRSDÓTTIR
OG GUÐRÚN VALDIMARSDÓTTIR
Sushibakkar frá Kristadesign.
MYND/KRISTADESIGN.IS
Eitt af því sem byrjendur í sushi-
gerð velta vöngum yfir og láta
það stundum standa í vegi fyrir
tilraunum, er að bitarnir þurfa
að vera formfastir og líkjast sem
mest molum sérfræðinganna.
Sushi „með frjálsri aðferð“ er
hins vegar ekki síður skemmti-
legt verkefni þar sem hægt er
að leika sér með efnivið, upprúll-
un og láta grænmeti og annað
standa upp úr hrísgrjónunum.
Og það þarf ekki endilega sértil-
gerðar „sushi-vörur“ til þess að
matreiðslan heppnist vel. Eftir-
farandi ráð eiga við um gerð svo-
kallaðra maki-rúllna.
- Margir kjósa að nota sérstök
sushi-hrísgrjón í matreiðsluna
sem fást víðast hvar. Jasmín grjón
sem notuð er til allra handar
matreiðslu geta þó líka komið að
góðum notum. Undirrituð sýður
slík hrísgrjón til sushi-gerðar,
setur þau soðin í skál og hrærir
saman við matskeið af hvítvíns-
ediki (sumir vilja einungis hrís-
grjónaedik) sem og matskeið af
sykri. Grjónin eru kæld áður en
hafist er handa við að rúlla þeim
inn í þang og gott er að skella
þeim jafnvel út á svalir eða inn í
frysti í smástund.
- Nori-blöð, úr sjávarþangi,
fást víðs vegar um bæinn og auð-
velt er að vinna með þau. Á hvert
Nori-blað eru hrísgrjón lögð í
langa garð og fiskur, grænmeti,
ávextir eða annað þar ofan á en í
raun er það bara hugmyndaflugið
sem gildir. Hægt er að leika sér
með að setja rjómaost, papríkuost
eða annað inn í bitana og kjúkling
svo eitthvað sé nefnt. Sumir nota
japanska mottu til að rúlla saman
þanginu og loka því, og er mottan
þá lögð undir þangið.
Þess gerist ekki þörf, bitarnir
verða ef til vill ekki jafn falleg-
ir, en verða fallega óreglulegir að
lögun. Gott er að hafa smá vatn
í skál við höndina með hvítvíns-
ediki í til að dýfa höndunum ofan
í og líma þangendana saman með
smá vatni.
- Tilbúnum sushi-bitum er dýft
í sojasósu og wasabi-mauki hrært
saman við.
Þeir sem vilja extra bragð-
sterka bita geta sett smávegis af
maukinu inn í hvern bita en fara
þarf varlega í því. - jma
Sushi með frjálsri aðferð
Svokallaðar maki-rúllur eru meðal vinsælustu sushi-bitanna. Skemmtilegt getur verið að spreyta sig á
gerð þeirra og leyfa sér óvenjulegt hráefni í blönduna sem og frjálslega formaða munnbita.
Hægt er að leggja hráefni ofan á
makirúllurnar eins og hér, þar sem
svartur kavíar býr til fallega rönd.
Flott grænmetis-sushi – þar sem græn-
metið stendur upp úr hrísgrjónunum.
Maki-bitum sem rúllað hefur verið upp úr rauðum kavíar. NORDICPHOTOS/GETTY
Hin eina sanna sérverslun
sushi-unnandans
er í Glæsibæ.
Erum komin með í sölu frábæra japanska
Masahiro hnífa sem henta bæði fyrir atvinnu
og áhugafólk um sushigerð.
Sushi formin sem allir hafa beðið eftir
eru komin í hús ásamt Hangiri í mörgum stærðum.
Grjónapottar.
Úrval af flottum prjónum.
Borðbúnaður og glæsileg sushisett.
Einnig erum við með alla matvöru
til sushigerðar.
Grjón.
Nori.
Flugfiskahrogn.
Áll.
Linskelskrabbi.
Kolkrabbi.
Edamame.
Sushi-búðin Glæsibæ S: 5712277 Facebook.com/sushibudin
BÍTIÐ
MEÐ HEIMI OG KOLLU
ALLA VIRKA DAGA KL. 6.50
Það kemur vel út að rúlla Nori-blöð-
unum saman eins og blómvendi,
frjálslegt og fallegt.