Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.03.2011, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 22.03.2011, Qupperneq 21
verslun og þjónusta ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2011 Tökum öll þátt í að snúa hjólum atvinnulífsins. Allt skiptir máli, stórt sem smátt. SVÞ – Samtök verslunar og þjón- ustu og VR hafa á ný tekið hönd- um saman með átakinu „Spil- um saman“ þar sem landsmenn eru hvattir á jákvæðan og ábyrg- an hátt til að „spila með“ og taka þátt í að snúa hjólum atvinnu- lífsins með því að eiga viðskipti við verslunar- og þjónustufyrir- tæki. Mjög jákvætt er þegar at- vinnurekendur og launþegar taka höndum saman með þess- um hætti, enda sömu hagsmun- ir í húfi. Allt skiptir máli, stórt sem smátt því margfeldisáhrif- in eru fljót að skila sér. Átakið snýst ekki síst um að allir átti sig á því að hvert og eitt okkar skipt- ir máli – að kaup okkar á vöru og þjónustu hafa áhrif á atvinnustig- ið í landinu. Því þurfum við öll að spila saman til að tryggja hag- stæð úrslit fyrir okkur öll. En átakið snýst einnig um að beina sjónum að þessari atvinnu- grein – verslun og þjónustu og setja hana í þjóðhagslegt sam- hengi og benda á mikilvægi henn- ar. Í verslun og þjónustu starfar fjórði hver Íslendingur á hinum almenna vinnumarkaði og í grein- inni mun stór hluti þeirra 20.000 starfa sem við þurfum að skapa á komandi misserum verða til. Verslun og þjónusta þarf að verða miklu frekari í umræðunni – taka það pláss sem henni ber en eftir- láta ekki öðrum atvinnugreinum að einoka umræðuna oft á tíðum. Gríðarlega mikilvæg atvinnugrein „Verslun og þjónusta þarf að verða miklu frekar í umræðunni,“ segir Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ. MYND/VILHELM Útfl uttar vörur fob 64,5% Útfl utt þjónusta 35,5% Tekjuhlutfall útfl uttra vara og þjónustu 2010 HLUTFALL STARFANDI eftir atvinnugreinum Land- búnaður Fisk- veiðar IðnaðurVerslun og þjónusta Hlutur atvinnugreina í landsframleiðslu 2010 73% 63% 19% 12% 6% 21% 5% 1% Þjónustustarfsemi Verslun Framleiðslustarfsemi Landbúnaður og fi skveiðar

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.