Fréttablaðið - 22.03.2011, Page 38

Fréttablaðið - 22.03.2011, Page 38
22. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR22 folk@frettabladid.is Charlie Sheen er vafalítið aðalstjarnan það sem af er árinu en sífellt fleiri efast um geðheilbrigði leikarans. Bæði bróðir og faðir leikar- ans tjáðu sig um ástandið á honum um helgina. Charlie Sheen hefur ákveðið að ferðast um allar helstu borgir Bandaríkjanna og Kanada með sýninguna My Violent Torpedo of Truth sem myndi útleggjast á íslensku Ofbeldisfullur hvirfilbyl- ur sannleikans. Sheen hefur verið stöðugt í fréttum á árinu vegna ofneyslu áfengis og eiturlyfja, undarlegs sambands síns við klám- stjörnur og nú síðast vegna heims- mets sem hann setti á Twitter. Búið er að reka hann úr sjónvarpsþátt- unum Two and a half men en hann var launahæsti leikarinn í banda- rísku sjónvarpi fyrir þá þætti. Faðir Charlies er stórleikarinn Martin Sheen en hann mætti í við- tal við The Daily Telegraph sem birt var um helgina ásamt hinum syninum, Emilio Esteves. Martin og Charlie léku saman í Wall Street á níunda áratug síðustu aldar og sá gamli átti í erfiðleikum með áfeng- ið og eiturlyfin eins og sonurinn á nú. Í viðtalinu við Daily Tele- graph segir Martin að sonur sinn hafi þroska á við barn. „Þegar þú ert fíkill þá þroskast þú ekki neitt. Þegar þú ert búinn að fara í með- ferð og hættur öllu sukki þá byrj- ar þú upp á nýtt,“ hefur Telegraph eftir pabbanum. Sjálfur fékk hann hjartaáfall við tökur á Apocalypse Now eftir Francis Ford Coppola eftir mikla neyslu og segir í við- talinu að hann hafi upplifað ámóta geðveiki og sonur hans. „Það var fyrir framan tökuvélarnar þegar við vorum að taka upp upphafs- atriðið á Apocalypse Now. Ég veit alveg hvað Charlie er að ganga í gegnum.“ Martin er hins vegar sannfærður um að það sé ljós við enda gangsins en viðurkennir að sonur sinn sé í erfiðri stöðu. „Hann verð- ur að vera hug- rakkur, það þarf hugrekki til að horfast í augu við sjálfan sig.“ freyrgigja@ frettabladid.is Charlie Sheen er lítið barn SÖNGKONUR úr hljómsveitinni Spice Girls eru óléttar. Í gær kom í ljós að Mel B á von á barni, en Victoria Beckham og Emma Bunton eru einnig óléttar. 3 BIÐLAR TIL CHARLIES Martin Sheen átti sjálfur í vandræðum með geðheilsuna, áfengið og eiturlyfin. Hann segir að sonur sinn, Charlie Sheen, hafi þroska á við lítið barn og að hann þurfi að vera hugrakkur ogl horfast í augu við sjálfan sig. NORDIC PHOTOS/GETTY 14.00 Setning: Vilmundur Jósefsson, formaður SA. Jón Sigurðsson og liberalisminn Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur. Áhrif frá Jóni Sigurðssyni á atvinnuuppbygginguna á Vestfjörðum í byrjun 20. aldar Guðfinna Hreiðarsdóttir sagnfræðingur. Kaffihlé Hvað geta leiðtogar samtímans lært af Jóni Sigurðssyni? Sigríður Á. Snævarr sendiherra. Nútíminn í ljósi baráttu Jóns Sigurðssonar fyrir fullveldi og viðskiptafrelsi Þorsteinn Pálsson, fv. ráðherra. 16.30 Málþingsslit: Sólveig Pétursdóttir, formaður 200 ára afmælisnefndar Jóns Sigurðssonar. Jón Sigurðsson og atvinnulífið MÁLÞING SAMTAKA ATVINNULÍFSINS Í HOFI Á AKUREYRI FÖSTUDAGINN 25. MARS KL. 14.00-16.30 Í tilefni þess að á árinu verða 200 ár liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta efna Samtök atvinnulífsins til málþings í Hofi á Akureyri um Jón og sýn hans á atvinnulífið. Fjórir fyrirlesarar fjalla um áhrif Jóns Sigurðssonar á atvinnu lífið í fortíð, nútíð og framtíð. Skráðu þig á www.sa.is Málþingið er öllum opið – skráning á vef SA. Dagskrá LG Optimus One 3.583 kr. á mán. í 12 mán. Fullt verð: 42.990 kr. Nokia C5-03 3.333 kr. á mán. í 12 mán. Fullt verð: 39.990 kr.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.