Fréttablaðið - 22.03.2011, Blaðsíða 46
22. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR30
FÉSBÓKIN
„Maður vonaði alltaf að það kæmi fólk að sjá myndina
en ég bjóst ekki við að þetta gengi svona vel strax,“
segir Reynir Lyngdal, leikstjóri Okkar eigin Osló.
Gamanmyndin er í efsta sæti yfir aðsóknarmestu
myndir landsins með rúma 14.400 áhorfendur þrátt
fyrir að hafa aðeins verið sýnd í tæpar þrjár vikur.
Titillag myndarinnar í flutningi Valdimars Guð-
mundssonar og Memfismafíunnar er sömuleiðis efst
á vinsældalista Rásar 2 og er Okkar eigin Osló því á
toppnum á tveimur stöðum samtímis.
„Þetta er lítil og sæt saga, lítill sólargeisli. Hún
fjallar um meingallað fólk sem meinar vel og fólk
vonandi finnur sjálft sig í þessu fólki,“ segir Reynir,
sem ætlar að leikstýra annarri gamanmynd með sama
hópi og gerði Okkar eigin Osló og er Þorsteinn Guð-
mundsson þegar byrjaður að skrifa handritið.
Til stendur að sýna Okkar eigin Osló í Noregi, enda
eru norskir meðframleiðendur að henni og líklega
verður það síðar á þessu ári. Einnig er verið að vinna
í að sýna hana á kvikmyndahátíðum erlendis.
Reynir er með tvær aðrar myndir í bígerð en óvíst
er hvenær þær verða tilbúnar. Annars vegar mynd
eftir bók Auðar Jónsdóttur, Fólkinu í kjallaranum, og
hins vegar mynd eftir draugasögu Gerðar Kristnýj-
ar, Garðinum, eins og Fréttablaðið hefur áður greint
frá. Reynir vinnur handritið að Fólkinu í kjallaranum
með eiginkonu sinni Elmu Lísu Gunnarsdóttur. Lík-
lega mun Ólafur Egilsson, sem annast leikgerð verks-
ins í Borgarleikhúsinu, verða þeim innan handar. - fb
Á toppnum á tveimur stöðum
REYNIR LYNGDAL Yfir fjórtán þúsund manns hafa séð Okkar
eigin Osló á aðeins þremur vikum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Matreiðslumeistarinn Siggi Hall er sennilega einn af fyrstu sjón-
varpskokkum Íslands en matreiðsluþættir hans, sem hafa verið
ansi fjölbreyttir, nutu mikilla vinsælda. Siggi hefur verið aðal-
maðurinn á matarhátíðinni Food & Fun sem fram fór fyrir
skemmstu og gömlu vinnuveitendur
hans á Stöð 2 leituðu því ekki
langt yfir skammt þegar þá vantaði
mann til að gera tvo þætti um
þessa miklu veislu. Aðdáendur Sigga
Hall geta því farið að hlakka til að sjá
meistarann á skjánum.
Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær getur Stefán Karl Stef-
ánsson ekki sótt heim frumsýningu kvikmyndarinnar Kurteist
fólk þrátt fyrir að þetta sé fyrsta aðalhlutverk hans á hvíta
tjaldinu. Stefán er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins
á fullu við að stofnsetja framleiðslufyrirtæki með
eiginkonu sinni Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur í
Los Angeles og á það sinn þátt í fjarveru Stefáns.
Undirbúningur er nú í fullum gangi og Stefán því
verið upp fyrir haus í alls kyns pappírsvinnu og
fundarhöldum.
Og á netinu má nú nálgast fyrstu stikluna úr Tíma nornar-
innar eftir Friðrik Þór Friðriksson en þættirnir fara í
sýningu 27. mars. Meðal þeirra sem þar bregður fyrir eru
Gestur Einar Jónasson en eftir því sem Fréttablaðið kemst
næst er þetta fyrsta hlutverk Gests í níu ár eða síðan hann
lék Gogga fréttamann í Stellu í framboði. Sjónvarpsáhorf-
endur verða síðan að notfæra sér plús-stöðvarnar í næstu
viku því Tími nornarinnar er sýndur á sama tíma og Pressa
Stöðvar 2. - fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
Auglýsingasími
Kraftakarlinn Arnar Grant var rændur þegar
hann var í Barcelona við tökur á sjónvarpsþátt-
unum „Arnar og Ívar á ferð og flugi“ sem hefj-
ast á Stöð 2 á fimmtudaginn.
„Ég sat á Römblunni og þá kom pottormur
og tók símann minn sem lá á borðinu. Hann
sprettaði í burtu og ég tætti á eftir honum,“
segir Arnar. „Ég náði í rassgatið á honum, lyfti
honum upp, hristi hann til og reif símann af
honum. Svo las ég honum pistilinn á íslensku
og labbaði bara til baka. Ég held að honum hafi
verið nokkuð brugðið og ég er nokkuð viss um
að hann hafi lært sína lexíu.“
Í þáttunum ferðast Arnar og útvarpsmað-
urinn Ívar Guðmundsson til fimm borga, eða
Barcelona, Berlínar, Kaupmannahafnar, Lond-
on og New York, og lenda í hinum ýmsu ævin-
týrum. Í fyrsta þættinum í Barcelona spreyttu
þeir sig á nautaati í fyrsta sinn. „Við mætt-
um klukkutíma of seint og þá var búið að æsa
nautin upp í heilan klukkutíma þegar þeim
var hleypt í hringinn,“ greinir Arnar frá. „Það
var mikið span á þeim og ég held að við höfum
aldrei verið eins hræddir á ævinni. Ég tapaði
þarna veðmáli fyrir Ívari og þurfti að vera í
rauðum bol sem er ekki gæfulegt fyrir nautin.“
Í Kaupmannahöfn hittu þeir Casper Chris-
tensen úr sjónvarpsþáttunum Klovn og fór vel
á með þeim félögum. „Hann borðaði með okkur
smörrebrod og það kom mikið á óvart hvað
hann er skemmtilegur fýr. Hann sagði okkur
margar sögur sem er kannski ekki við hæfi að
segja neins staðar.“ - fb
Hljóp uppi símaþjóf í Barcelona
KRAFTAJÖTNAR Arnar Grant og Ívar Guðmundsson
lentu í honum kröppum í Barcelona. MYND/JÓI KJARTANS
„Það er leiðinlegt að þetta þurfti
að enda svona. Þetta hefði getað
verið stöngin inn,“ segir Róbert
Aron Magnússon, sem skipulagði
tónleika bresku hljómsveitarinnar
Hurts á sunnudagskvöld.
Rafmagnið fór tvívegis af hljóð-
kerfinu með skömmu millibili
meðan á tónleikunum stóð í Voda-
fone-höllinni. Síðari rafmagns-
bilunin varð í næstseinasta lagi
sveitarinnar og alls var töfin sem
af þessu hlaust um tuttugu mínút-
ur. Eftir að síðasta laginu lauk fór
sveitin af sviði og kom ekki aftur
til að taka uppklappslag eins og
venjan er. „Þeir hefðu líklega tekið
eitt uppklappslag en þeir treystu
ekki á það sem var í gangi,“ segir
Róbert Aron. „Þetta er leiðindamál
en sem betur fer var þetta alveg
í lokin og þeir náðu að klára sitt
sett.“
Hljómborðsleikari Hurts, Adam
Anderson, varð að vonum fúll
þegar rafmagnið fór af í seinna
skiptið og rauk af sviðinu. Hann
kom þó aftur til að spila undir í
lokalaginu. „Hann var ekki sáttur.
Menn eru að koma alla þessa leið
og vilja að svona verði tipp, topp,“
segir Róbert.
Hann kann engar skýringar á
því hvað fór nákvæmlega úrskeið-
is en segir málið í athugun. Hann
hefur bæði rætt við forsvarsmenn
Vodafone-hallarinnar og fyrirtæk-
ið HljóðX sem sá um hljóðkerfið.
„Þetta er eitthvað sem þarf að
skoða. Við erum að hamast í því.“
Hljómborðsleikarinn Ander-
son hafði lýst því yfir í viðtali við
Fréttablaðið að hljómsveitin ætl-
aði að kíkja á næturlífið í Reykja-
vík eins og hún gerði er hún komið
hingað síðasta haust. Það stóðu
þeir félagar við þrátt fyrir skakka-
föllin. Einkapartí var haldið á
skemmtistaðnum Austri þeim til
heiðurs og stóð það yfir til klukk-
an fimm um nóttina þar sem þeir
RÓBERT ARON MAGNÚSSON: HEFÐI GETAÐ VERIÐ STÖNGIN INN
Villtar klukkustundir á Ís-
landi þrátt fyrir skakkaföll
ÓRAFMAGNAÐIR
Rafmagnið fór tvívegis af hljóðkerfinu
á tónleikum Hurts í Vodafone-höllinni.
Þrátt fyrir að hafa verið eilítið fúlir þá var
fýlan ekki lengi að renna af þeim þegar
þeir fóru á skemmtistaðinn Austur og
slettu rækilega úr klaufunum. Tónleika-
haldarinn Róbert Aron segir þá hins
vegar vera að kafa ofan í rafmagnsleysið.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
félagar skemmtu sér konunglega
innan um fagurt kvenfólk. Miðað
við Twitter-síðu söngvarans Theos
Hutchcraft var nóttin í Reykja-
vík viðburðarík. „Fjórtán villtar
klukkustundir á Íslandi þar sem
lögreglan kom við sögu, sprenging-
ar, brennivín og ótrúlegar stelpur,“
skrifaði hann greinilega sáttur við
kvöldið. Hann bætti þó við að ekki
hafi allt gengið að óskum. „Sigrar
og skelfing á Íslandi. Afsakið og
takk fyrir. Áttum villtar og yndis-
legar stundir á Íslandi eins og allt-
af. Einn yndislegasti staður jarðar.
Ást!“ freyr@frettabladid.is
„Þessi Knútur ísbjörn sem allir
eru að syrgja … fyrir hverju
spáði hann aftur? Fótboltaúrs-
litum? Evrovisionsigurvegurum?
Veðri?“
Stefán Pálsson, spurningahöfundur
Ha?, grætur augljóslega ekki andlát
ísbjarnarins Knúts.
„Þessi leiksýning hefur allt
sem þarf til að skapa vel heppnað
og eftirminnilegt leikverk.“
I.Þ., Mbl.
„Critics choice“
Time Out, London
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX
fim. 12/5 kl. 20 – lau. 21/5 kl. 20 – fös. 27/5 kl. 20