Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1917, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.12.1917, Blaðsíða 4
292 gengni við hann. Láttu ekki heiminn taka frá þér beztu gjöfina, sem Drottinn sjálfur átti til að gefa þér. Eða þú, sem á einhvern hátt hefir verið fjarlægur Guði í breytni þinni — sem hefir veriö léttxíðugur í orð- um og dagfari, eða þungbúinn og óþýÖur í lund, eða stirð- ur vinum, eða heiftrækinn óvinum, eða sjálf-elskur og* ræktarlaus við þá, seni bágt eiga, eða i hverju helzt, sem líferni ])ínu hefir verið ábótavant; er ekki þessi hugur- inn betri, sem nú ræður fyrir þér, heldur en hinn, sem þú hefir þrælkað undir alt árið.? Er liún ekki í sannleika betri, ])essi bamslega lotning, þessi bróðurelska, ])essi rækt við skylda og óskylda, þessi hreina gleði, ])essi náð, að geta munað eftir því góða, sem þú reyndir af öðruin og gleymt því, sem miður fór — er það ekki betra að þjóna frelsaranum óskiftur í hugsun, orðum og breytni, eins og þú gjörir nú, að hafa í sannleika krýnt hann til konungs yfir lífi þínu, heldur en að láta syndina drotna í dauðlegum líkama þínum, eins og þfi liefir gjört alt árið? Hvað hefir óhlýðnin fært þér annað en beiskju og ófi'ið? Mun ekki hlýðnin revnast þér eins blessunar- rík alt árið, eins og hún reyndist nú? Þú finnur, að þeim spurningum verður ekki svarað nema á einn veg. Taktu þá með þér þetta betra hlutskifti jólanna fit í lífið; helg- aðu frelsaranum dagfar þitt árið um kring; láttu ekki hverflyndið ræna þig, þessari heilöga gleði, sem frels- arinn einn getur gefið þér. Guð er líka að tala við þig í jóladýrðinni, efagjarni maður, sem seinn ert á þér með að aðhvllast Krist í trúnni. Hvað sem efasemdunum líður, hefir þó jólasag- an ekki snortið hjarta þitt? Finnur þú ekki einkennilegt, liugkvæmt aðdráttarafl í þessari sögu, blíða rödd, sem kallar þig til trúarinnar? Langar þig ekki til ]>ess að hún reynist sönn. ])essi saga um barnið guðlega i jötunni, í heiminn komið til að líkna og freisa? Mvndi ekki dimma vfir hjarta þínu á jólunum, ef þú glataoir þeim boðskap algjörlega úr sál þinui? Gætir þú liugsað þér nokkurn annan jólaboðskap dýrmætari og elskulegri? Gæti vis- indin gefið jólunum annað hátíðarefni jafn-dýrmætt, ef þetta reyndist ósatt? Þú finnur til þess inst í lijarta þínu, að dýrmætara gleðiefni er ekki hægt að hugsa sér en

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.