Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1917, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.12.1917, Blaðsíða 8
296 út frá alt um kring. En í hálf-sveig á pallinum á bak við trén voru mörg lítil börn klædd í mjallhvítan skrúða. Og á veggnum á bak við börnin voru myndir af englum með gullna lúðra. Svo var líka orgelið, og maðurinn við orgelið, og fólkið fyrir framan pallinn með bækur í höndum. Allir sungu, og á allra andlitum ljómaði ánægja, friður og fögn- uður. — ó, eg hafði engin orð til að lýsa því! pað yfir- gnæfði algjörlega minn bamslega skilning! Litlu síðar komum við að húsi Daníels McDonalds. Var hann sjálfur heima, en konan hans var í kirkjunni. Tók hann á móti okkur með opnum örmum gestrisninnar, ósk- aði okkur gleðilegra jóla, og kvað það muhdi verða sér til stórrar gæfuíi hinu komandi ári, að gesti hefði borið að húsi sínu á jólanóttina. Fengum við þar undir eins hinn besta greiða. Og þegar húsfreyjan kom heim um nóttina, voru okkur gefin epli og ögn af jólakökunni, sem eg man að var mjög lítil. Nokkru síðar um kvöldið, fór konan að tala við mig. Hún spurði mig, hvort eg vissi, í hvers minningu að jólin væri haldin. Sagði eg henni það hiklaust, og lét hana vita, að systir mín, sem væri að eins fimm ára gömul, vissi það líka og kynni utanbókar mörg falleg jóla-vers. “Hvað heitir hún systir þín ?” sagði Mrs. McDonald. “Anna Málfríður”, sagði eg. “En hvað heitir þú?” “Jóhann Magnús”. Hún bað nú föður minn að skrifa nöfn okkar systkin- anna á miða. Fór hún þá út úr herberginu, og kom aftur eftir litla stund með ofurlítinn böggul og dálítið jólakort (Christmas-card). “petta á litla stúlkan þín”, sagði Mrs. McDonald og rétti föður mínum böggulinn. (í bögglinum var lítil myndabók og brjóstsykur). “En þetta átt þú”, sagði hún við mig og rétti mér jólakortið. Faðir minn og eg þökkuðum henni hjartanlega fyrir gjafimar.------- Um það er eg viss, að aldi’ei hefir nein gjöf vakið meiri fögnuð, meiri þakklátsemi, meiri sælu-tilfinning í hjarta nokkurs barns, en þetta litla jólakort vakti ihjá mér. Eg gleymdi á einu augnabliki að eg var lúinn og vegmóður, að eg var fátæklega til fara, að eg var útlendingur, og að eg var gestur hjá ókunnugu fólki. Mér fanst eg vera alt í einu orðinn stór-ríkur og eiga allan heiminn. Og heimurinn var mér fagur og dýrlegur, mennimir urðu að englum, og lífið

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.