Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1917, Side 9

Sameiningin - 01.12.1917, Side 9
0 297 varð ljúft og unaðsfult. — Og því lengur, sem eg horfði á jólakortið við bjarmann af arineldinum, því sæluríkara varð sálarástand það, sem eg var í. En jólakortið var í sjálfu sér afar-einfalt. paö var fjórir þumlungar á lengd og hálfur þriðji þumlungur á breidd. Á því var ein lína prentuð: “A MÉRRY CHRIST- MAS”, og fyrir neðan þessi orð var mynd af gamaldags- kirkju í skógi. Var snjór á þaki kirkjunnar, en ljós í glugg- um. Og svo var nafnið mitt skrifað fullum stöfum á bakið á jólakortinu og þess getið, að það væri frá Mr. og Mrs. McDonald. Og það var ekki minst í það varið, fanst mér. — Og mér fanst að eg finna ylinn frá hjartarótum þeirra leggja yfir um stofuna til mín. Og svo fór eg að horfa á myndina, sem var á jólakortinu: Kirkjan! Hvað hún var falleg í skóginiim! Og snjó-byng- urinn á þakinu og á turninum! Hvað það var náttúrlegt! Og klukkan í turninum! pað var eins og klukkan hreyfðist. Mér fanst eg heyra klukku-óminn í fjarlægð. Og glugg- ainir! Hvað gluggarnir gátu lýst miklu: hitanum fyrir innan, og ljósunum, og jólagjöfunum, og bömunum hvít- klæddu, og allri dýrðinni! Eg var viss um, að eg heyrði sönginn, og tóna orgelsins. ó, hvílík unun! Hjarta mitt varð fult af fögnuði og sælu!------ Alt í einu opnuðust dyrnar á kirkjunni. Eg sá alla leið inn að stafni. par var alt að sjá, eins og í litlu kirkjunni v:ð veginn. Eg læddist inn, og gekk á tánum, en þó með hálfum huga. Eg nam staðar rétt fyrir innan dyrnar. Ekk- ert sæti í kirkjunni var autt. Alt af var verið að útbýta gjöíunum fögru, sem voru á jólatrjánum, en samt fækkaði aldrei hlutunum á trjánum, og alt af urðu ljósin á grein- unum fleiri og bjartari, silfurbjöllurnar fleiri og hljómskær- ari, og tónar orgelsins þýðari, ljúfari og unaðslegri. Og engla-myndirnar fyrir ofan altarið urðu að lifandi verum með breiða, drifhvíta vængi, hófu upp lúðrana gullnu, og svifu um hvelfingu kirkjunnar. “Friður á jörðu með þeim mönnum, sem Guð hefir velþóknun á”, sögðu ótal raddir, en raddirnar komu frá lúðrunum gullnu. — Og svo kom maður í skrúða fram fyrir altarið. Eg þóttist vita, að það væri presturinn. Hann var glaður og mildur á svip og elsku- legur. Hlann horfði fram — fram að dyrunum til mín og brosti. “Gleðileg jól, litli fslendingur!” sagði hann og blíðan ljómaði úr augunum hans djúpu og gáfulegu.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.