Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.12.1917, Qupperneq 17

Sameiningin - 01.12.1917, Qupperneq 17
305 Merkismannata 1. Hitt og þetta um ýmsa mæta menn, helzt kirkjulega, menn, sem margir eiga ekki kost á a8 kynnast, en sem uppbyggilegt er aS vita eitthvaS um og þekkja. Eftir séra Jóliaim Bjarnason. II. Savonaróla. Einn hinna ágætu manna kirkjunnar á Miðöldunum var Gírólamó Savonaróla, fæddur í bænum Ferrara á ítalíu þann 21. Nóvember 1452,. Kemur Savonaróla-ættin fyrst þannig við sögu þess bæjar, að þar sezt að læknir nokkur, Michele Savonaróla að nafni. Fær hann brátt orð á sig sem frábærlega heppinn læknir og verður með tímanum vellrík- ur og mikils metinn borgari bæjarins. Átti hann son, sem líka hét Michele. Barst hann mikið á og var eyðslusamur, lifði sem stórhöfðingi, en þótti í engu jafnoki föður síns, sem var hinn frægasti læknir. Gekk Michele hinn yngri að eiga stúlku að nafni Elena Bonacossi. Er sagt að hún hafi verið hinn ágætasti kvenkostur og mjög fyrir manni sínum í öllu. peirra son var Gírólamó Savonaróla, hið þriðja í röðinni af allstórum barnahóp. Snemma bar á því, að hinn yngri Savonaróla væri mikl- um hæfileikum búinn og var hann þegar á unga aldri settur til menta. V'ar fyrsti kennari hans læknirinn frægi, afi hans. Skyldi Savonaróla líka verða læknir. Voru efni föður hans mjög gengin til þurðar og átti sonurinn, sem líklegt var að gæti orðið slingur læknir, að rétta við efnahag ættarinnar. Ekki virðist þó sem Savonaróla hafi haft mikinn hug á læknisfræðinni. Mjög ungur skarar hann fram úr jafn- öldrum sínum í öllu því, er þá heyrði til hinni svo kölluðu æðri mentun. Var fær í söngfræði, dráttlist, rökfræði, heimspeki og guðfræði. í guðfræðinni var Tómas Aquinas (d. 1274) hans uppáhalds höfundur. Las hann rit hans af kappi. Fékst hann og allmikið við skáldskap og þótti sling- ur í því sem öðru. Ferrara var um þessar mundir í miklum blóma, taldi um eða yfir 100 þús. íbúa. Var samkvæmislíf borgarinnar mikið og fjörugt og spilt að því skapi. Hafði Savonaróla hina megnustu óbeit á framferði borgarbúa. Var strangur v;ð sjálfan sig í öllu því, sem að siðferði laut. Las af kappi og tók sér við og við göngur um fagrar landsbygðir, til að

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.