Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1909, Page 17

Sameiningin - 01.03.1909, Page 17
i3 til vill fæ eg ekki aÖ lifa það, að sjá stríðið unnið, en sag- an mun vera mér vitni, og þessir menn munu sjá það, að þeir liafa ekki lesið biblíuna rétt.“ Eitt einkenni trúar Lincolns var liin mikla og barns- lega bœnrœkni hans. Að eins eitt dœmi skal tilfœrt. f samtali við Sickles hershöfðingja, eftir sigrinn mikla við Gettysburg, komst liann svo að orði: „Yðr að segja, hersliöfðingi! hafðist eg það að meðan stóð á þrautum og þjáningum bardagans, að eg fór inn í svefnhús mitt, féll á kné og bað guð almáttugan að gefa oss sigr við Gettysburg. Eg sagði guði, að þetta væri hans land og þetta væri hans stríð, en að vér ómögulega gæturn þolað slík örlög sem við Fredericksburg og Chancellorsville. Og þar og ])á vann eg skapara mínum það heilagt heit, að ef hann stríddi með yðr við Gettysburg, skyldi eg á- vallt stríða með honum. Hann hefir gjört það, og eg skal efna loforð mitt. Eftir þetta fann eg það á mér, að guð hefði tekið bardagann í sína hönd.“ Af því, sem nú hefir sagt verið, má sjá, að Lincoln hefir eigi verið trúmaðr á almennan og óákveðinn hátt, heldr Itristinn trúmaðr í orðsins beztu merkingu. Trú- arjátning hans er fólgin í þessurn orðum: „Kristr kenn- ir það. og Kristr er guð.“ Og fám mönnum hefir betr auðnazt að lifa samkvæmt kristilegri trúarjátningn sinni en Lincoln. Kristr var „meistari“ hans. Að feta í lians fótspor og vinna í hans anda var löngun hjarta hans. Allt stríð hans og þolgœði í þrautunum bar þess vott, að guðs andi bjó í honum. Sorg hjarta hans, tár augna hans, er hann barðist fyrir frelsi mannanna, minna á „sorgarmahninn“, er blóði sveittist í Getsem- ane fyrir sáluhjálp mannkynsins. Meistarinn hafði blásið honum f brjóst anda kærleikans til hinna ólánsömu og’ uudirokuðu. Enginn maðr á síðari öldum hefir haft meira í hjarta sér af kristilegri hógværð en Lincoln. Ekki er til barn í skólum vorurn né upplýstr maðr í land- inu, sem ekki kann sögur um lítillæti og ljúfmennsku Lincolns. Til hjarta hans hafði Kristr talað: „Sann- lega seg'i eg þér: hver sem ekki meðtekr guðs x'íki eins og barn, mun aídrei þangað koma.“ Þann lærdóm hafði

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.