Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1909, Síða 21

Sameiningin - 01.03.1909, Síða 21
17 ástœða höfundarins, sem eg finn þessu viðvíkjandi, ec sú, að séra Friðrik sé betri leiðtogi, kunni „betr að fara með efnið, sem lionum er á hendr falið“, því „sjálfsagt geta Yestr-lslendingar á engan bent að flestum kostum frægri og betri mann.‘ ‘ Heil-mikil list er nú í öllu þessn hjá greinar-höfundinum, því þetta sannar það eins ljóst og nokkuð verðr sannað, að í huga hans er Únítaratrú og boðskapr séra Friðriks að efni til eitt og hið sama. Skyldi þeir ekki vera býsna-margir fleiri, sem skilja þetta eins ? Sé hér skilningsskortr hjá greinarhöfund- inum, þá þarf að sýna fram á það með ljósum, ómótmæl- anlegum rökum; því eg er sannfœrðr um, að þeir eru margir, sem líta á þetta mál alveg eins og Lárus Guð- mundsson. Hið bezta, sem séra Friðrik gæti gjört fyrir málefni sitt, væri að sýna fram á það, svo skýrt, að allr almenn- ingr geti skilið, að skoðanir lians sé gagnstœðar skoð- unum Únítara. Og hvað sem því líðr, þá er bráð-nauðsyn- legt, svo framarlega sem nokkurt gagn á að verða að um- rceðunum, að leiðtogi hinnar nýju hreyfingar setji mál sitt fram með ákveðnum orðatiltœkjum. Það gjörði Lút- er þegar í uppliafi siðbótar-hreyfingarinnar. Sú hreyf- ing liófst með 95 yfirlýsingar-greinum, skýrum og á- kveðnum, sem skráðar voru á blað og negldar upp á dyr Kastala-kirkjunnar í "VVittenherg 31. Okt. 1517. Aðra eins framsetning máls er unnt að rœða. Séra Friðrik Bergmann hrópaði sigrihrósandi til andstœðinga sinna á síðasta kirkjuþingi: „Hví komið þér ekki með ákveðnar kærur?“ Það var vitrleg sjálfs- vörn; því hann vissi, að það var örðugt verk, að búa til ákveðnar kærur úr óákveðnu máli. „Breiðablika“-bókmenntirnar eru fínar áferðar. Þær þvrlast upp eins og vndislegir skýhnoðrar. Margt er þar orðið um frið og kærleika, sem dásamlegt getr þótt, en gallinn er sá, að mest af því, sem sagt er, er svo þokukennt. Hvað er það, þegar öllu er á botninn hvolft, sem aðal-höfundr „Breiðablika“-bókmenntanna á við? Hver getr svarað því? Auðvitað getr öllum skil- izt, að hann finnr ýmislegt gallað í biblíunni og telr sig

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.