Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1909, Qupperneq 24

Sameiningin - 01.03.1909, Qupperneq 24
20 niðri í söfnuðum vorum svo framarlega sem þeir nota Passíu- sálmana vel og kostgæfilega. En sumt í þeim ágætu sálmum er þó nokkuð torskilið börn- um og unglingum málsins vegna — alla helzt hér meðal hins út- flutta hluta íslenzku þjóðarinnar í Vestrheims-dreifingunni. Þau eru ekki svo fá, orðin og orðatiltœkin í Passíusálmunum,, sem meS öllu eru horfin úr íslenzku nútíðar-máli, bæði daglegu tali og ritmáli. Allt slíkt verðr að útskýra vel fyrir börnum, svo þau geti látið sér þykja vænt um sálmana og náð fullu eign- arhaldi á hinu sáluhjálplega innihaldi þeirra. Gjöri menn sér þetta nú vel ljóst á föstunni. Á hverjum einasta opinberum guðsþjónustufundi safnað- anna ætti Passíusálmarnir að einhverju leyti að vera notaðir á þessarri kirkjuárstíð allri, — og að sjálfsögðu ekki síSr viS dag- leg bœnahöld á heimilum. Einstök söguatvik í efni því, sem Passíusálmarnir eru orktir út af, eru nú víSasthvar í kristinni kirkju öðruvísi skilin en gjört var almennt á seytjándu öld, þá er höfundr sálma þessarra var uppi á íslandi. Og er vert að vekja athygli fólks á því. Fyrirsögn io. sálmsins — „Til Hanna húsa herrann fyrst“ — hljóðar svo: „Um þaS fyrsta rannsak fyrir Kaífa.“ Text- inn, sem út af er lagt, eru þessi vers í 18. kap. Jóhannesar guð- spjalls: I2.1—14. og 19.—24. Þar segir frá því, aS mennimir, sem handtóku Jesúm í grasgarðinum, hafi fyrst fariS með hann bundinn til Hannasar, tengdaföSur Kaífasar, sem þá var œSsti prestr; en Hannas hafSi áðr veriS í þeirri tignarstöðu, þótt ekki sé þess getiS í guðspjallasögunni. 19. versiS hljóðar svo: „Þá spurSi prestahöfðinginn (œðsti prestrinn) Jesúm um lærisveina hans og kenning“, og er svo skýrt frá yfirheyrslunni, eSa þessu fyrsta réttarhaldi í máli Jesú, alveg eins og stendr í sálmi þeim, sem nú er um aS rœða. Hallgrímr Pétrsson skilr það svo, aS sá, sem stóS fyrir þeirri yfirheyrslu, hafi veriS Kaífas, en ekki Hannas, eins og nú er almennt skiliS. Seinast í kaflanum í Jó- hannesar guðspjalli segir svo: „Hannas sendi hann bundinn til Kaífasar œSsta prests“; þau ummæli styðja fremr þann skiln- ing á þessu máli, sem nú tíðkast helzt. Og þó leikr á þessu nokkur vafi. Á annað skal og nú drepið. Hallgrímr Pétrsson raSar orðum Jesú á krossinum öðruvísi niSr en flestir gjöra á þess- arri tíð, — þaS er að segja öSru og þriðja orðinu. Það, sem Jesús talaSi til móður sinnar og Jóhannesar, lærisveinsins, sem hann unni heitast, var áðr almennt kallað annaS orS frelsarans á krossinum, og út af því yrkir H. P. 38. Passiusálminn. En út

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.