Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1909, Side 25

Sameiningin - 01.03.1909, Side 25
21 af ávarpinu til ræningjans, sem iðraöist, er 40. sálmrinn. Rétt- ara er aö líkindum að telja þaS annaö krossoröiö, en hitt, hið tvöfalda, þriöja orðiö. Og svo mun af flestum taliö á vorrij tíö, þótt sumir haldi enn gamla skilningnum. !Þetta hvorttveggja þarf aS benda unglingum á, þegar verið er ah kenna þeim aö nota sér Passíusálmana. „Norörland“, sem Sigurör læknir Hjörleifsson, bróöir Kin- ars H., heldr úti frá Akreyri, flytr greinar nokkrar frá náunga einum, er kallar sig „leikmann", móti ritstjóra „Sam.“ og þeim Öörum, sem í blaöi þessu eöa annarstaöar hafa látiö til sín heyra á móti nýmælastefnu séra Friðriks J. Bergmanns í trúarefnum. Sérstaklega er þar ráðist á séra Hans B. Thorgrímsen, séra Kristinn K. Ólafsson, séra Jóhann Bjarnason og hr. Hjört J. Leó fyrir framkomu þeirra í trúardeilu-málinu.*J Allir eiga þeir aö hafa veriö látnir rita þaö, er eftir þá liggr opinberlega nm þaö mál. Ritst. ,,Sam.“ á að hafa sent þá út af örkinni, því dylgjur eru um þaö, aö hann hafi ekki nema viö liðsmun mikinn þoraö aö ganga út í bardaga við talsmann nýju guðfrœð- innar hér. Meö berum orðum er sagt, að séra Jón Bjarnason hafi ekki þolað, aö séra Friðrik Bergmann væri talinn honum snjallari rithöfundr, og það á aö vera orsökin til trúmála-ágrein- ingsins, sem nú stendr yfir í hinu lúterska kirkjufélagi Vestr- íslendinga. Sama brigzli í vorn garð hefir áðr verið haldið á lofti útá íslandi í þeirri átt, en enginn hefir haft hreinskilni eöa hugrekki til að segja þaö nema úr skúmaskoti. Hinn nafnlausi, er skammargreinir þær ritar, sem nú er um að rœða, staðhœfir það og, að séra Friðrik Bergmann hafi verið „bolað“ frá ‘Alda- mótum’ og annar miðr hœfr tekinn í staðinn." Sú frétt hafði áðr birzt í einhverju islenzku blaði, að séra F. heföi hér um árið sökum frjálslyndis hans verið flœrndr frá ritstjórn ‘Aldamóta’. Rakalaus ósannindi voru þaö, eins og allir hinir vita, sem að tímariti því stóöu Jprestarnir hinir allir í kirkjufélaginu, sem þá voruj. En nú eru ósannindi þessi endrtekin, svo sem viðr- kenndr og alkunnr sannleikr væri, með þeirri viðbót, að annar maðr ý„annar miðr hœfr“J hafi verið gjörðr að ritst. ‘Alda- móta’ i staöinn fyrir séra F. Sannleikrinn er sá, að séra F. J. B. var ófáanlegr til að hafa ritstjórn ‘Aldamóta’ á hendi fram- *) Á líkan hátt var nokkru fyrr í ‘ísafold’ ráðizt á séra Björn B. Jónsson og fleiri af einhverjum dularklæddum, sem ef til vill hefir verið önnur útgáfa af sama manni.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.