Fréttablaðið - 02.04.2011, Síða 2

Fréttablaðið - 02.04.2011, Síða 2
2. apríl 2011 LAUGARDAGUR2 FERÐAMÁL Skipstjórarnir Gissur Baldursson og Snæbjörn Ólafs- son hafa sótt um leyfi til að sigla með farþega á Þingvallavatni á rafknúnum bát með útsýnisbotni úr gleri. Sérstaklega er óskað eftir heim- ild til siglinga í landi þjóðgarðs- ins við norðanvert Þingvalla- vatn. „Vatnið er auðvitað afburða tært. Við höfum hitt marga sem segja okkur að þarna sé mikið að sjá, sérstak- lega á þessum slóðum. Bæði er landslagið ofan í vatninu alveg stórfeng- legt með sínum djúpu gjám og síðan er fjöl- skrúðugt lífríki í vatninu,“ segir Gissur, sem lofar hljóðlátri sigl- ingu sem ekki spilli kyrrðinni í friðlandinu. Smíða og hanna á rafbátinn hér landi og segir Gissur áætlað að hann taki um þrjátíu farþega. Gissur telur það styrkja umsókn þeirra Snæbjörns að í núgildandi stefnu fyrir þjóðgarðinn segir að áhersla „verði lögð á að kynna líf- ríki vatnsins fyrir gestum á áhuga- verðan hátt með því að bjóða þeim að skyggnast undir yfirborðið með ýmsum ráðum“. Þá segir Gissur mikils vert að gera tilraunir með rafbát. „Af því að dæma sem við höfum kann- að geta menn nýtt þann mögu- leika miklu betur. Til dæmis gætu hvalaskoðunarbátar og bátar í slíkum styttri ferðum allir verið rafknúnir,“ segir hann. Umsókn Gissurar og Snæbjörns var tekin fyrir í Þingvallanefnd fyrir tveimur mánuðum. Nefnd- in fól þá Ólafi Haraldssyni þjóð- garðsverði að kanna málið nánar, meðal annars með tilliti til þess hvar báturinn gæti haft lægi og hvert aðstöðugjaldið ætti að vera. Einnig þyrfti að greiða úr raf- magnsmálum, en ekkert rafmagn er í Vatnskoti þar sem Gissur og Snæbjörn hafa helst hug á að vera. Ekki náðist í Ólaf, sem er í orlofi en Gissur segir þjóðgarðsvörðinn afar jákvæðan gagnvart verk- efninu og þegar hafa gert umsögn sína. Hins vegar hafi Þingvalla- nefnd ekki fundað aftur. „Það hafa allir tekið mjög vel í þetta. Það eina sem okkur er vant- ar er leyfið og þá getum við haf- ist handa við að ljúka endanlegri hönnun bátsins og látið smíða hann,“ segir Gissur, sem kveðst vonast til að geta hafi siglingarnar sumarið 2012. gar@frettabladid.is Glerbytna fyrir gesti í Þingvallaþjóðgarði Tveir skipstjórar sem vilja bjóða upp á siglingar á rafknúnum glerbotnsbáti á Þingvallavatni fá jákvæðar undirtektir í Þingvallanefnd. Á stefnuskrá þjóðgarðs- ins er að kynna lífríki vatnsins með því að veita gestum sýn undir yfirborðið. NÝJUNG Á ÞINGVÖLLUM Ef áform tveggja skipstjóra fá meðbyr í Þingvallanefnd munu þeir líða með farþega sína í hljóðlausum rafmagnsbáti til að skoða undir yfir- borð Þingvallavatns. Báturinn á myndinni er erlendur. SAMSETT MYND/GVA/NORDIC PHOTO GISSUR BALDURSSON Opið til kl. 16:00 laugardag Ragnheiður, var góður afrakst- ur eftir Mottumars? „Já, við rökuðum að okkur fé í þágu góðs málefnis.“ Ragnheiður Haraldsdóttir, formaður Krabbameinsfélagsins, er ánægð með útkomuna í Mottumars-átakinu. Þátt- takendur hafa eflaust verið rakstri fegnir. OBAMA ÁKALLAÐUR Mótmælendur söfnuðust saman í Jemen í gær. NORDICPHOTOS/AFP JEMEN, AP Mótmælendur fjöl- menntu í borgum Jemens til að þrýsta á um afsögn forsetans, Ali Abdullah Saleh. Talið er að mótmælin hafi verið þau fjölmennustu til þessa og þátttakendur skipt hundruðum þúsunda. Margar moskur í höfuðborg- inni voru lokaðar í gær vegna mótmælanna, sem er einsdæmi á föstudegi, bænadegi múslima. Mótmælendur hafa í meira en mánuð krafist afsagnar forset- ans, sem ríkt hefur í 32 ár og segir hættu á upplausn láti hann af embætti. - gb Krefjast afsagnar forsetans: Hundruð þús- unda mótmæla Karfi hækkar í verði Á fundi úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna í gær var ákveðið að hækka verð á karfa, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila, um fimm prósent. Verð þetta gildir frá og með 1. apríl 2011. SJÁVARÚTVEGUR HOLLAND, AP Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur vísað frá máli Georgíu gegn Rússlandi vegna þjóðern- ishreinsana í tveimur héruðum Georgíu, Abkasíu og Suður-Ossetíu. Meirihluti dómara taldi að dóm- stóllinn hefði ekki lögsögu í málinu vegna þess að ríkin tvö hefðu ekki reynt að semja í deilunni áður en farið var með hana fyrir dómstóla. Georgíustjórn lagði fram kvört- un undir lok fimm daga stríðsátaka árið 2008 og hélt því fram að rúss- nesk yfirvöld og sveitir málaliða hefðu á tveimur áratugum myrt þúsundir Georgíumanna í héruð- unum tveimur og hrakið um þrjú hundruð þúsund þeirra á flótta. Stríðið hófst 7. ágúst 2008 og því lauk með vopnahléi 12. ágúst. Rúss- ar hafa einir ríkja viðurkennt sjálf- stæði héraðanna tveggja. Fulltrúi Georgíustjórnar sagðist vonsvikinn vegna frávísunarinnar og útilokaði ekki að nýtt mál yrði höfðað seinna. Utanríkisráðherra Rússlands var hins vegar ánægður og sagði niðurstöðuna í samræmi við málflutning Rússa. Málinu er því lokið á vettvangi Alþjóðadómstólsins en hjá Alþjóða- glæpadómstólnum er verið að rann- saka bæði ríkin vegna gruns um stríðsglæpi í fimm daga stríðinu. - þeb Alþjóðadómstóllinn vísar máli Georgíumanna vegna þjóðernishreinsana frá: Ríkin reyndu ekki að semja ALÞJÓÐADÓMSTÓLLINN Dómararnir sextán ganga inn í réttarsalinn í gær. Fulltrúar Georgíu og Rússlands fylgdust með. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Hálffertugur maður, Ing- var Árni Ingvarsson, var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hrottalegt ofbeldi gegn sambýlis- konu sinni. Ingvar var fundinn sekur um að hafa haldið konunni nauðugri í íbúð sinni, rifið í hár hennar og slegið hana og síðan veist að henni þegar hún reyndi að flýja fram af fjögurra metra háum svölum með þeim afleiðingum að hún féll til jarðar og slasaðist illa. Þá var Ingvar einnig dæmdur fyrir að reyna að kúga tvær millj- ónir út úr konunni með því að hóta henni og bróður hennar ofbeldi, og að hóta því að limlesta son ann- arrar konu. Ingvar, sem á nokk- urn sakaferil að baki, er dæmdur til að greiða sambýliskonunni 860 þúsund krónur í bætur. - sh Féll fram af svölum í átökum: Tvö ár í fangelsi fyrir hrottaskap DÓMSMÁL Heildsöluinnlán gamla Landsbankans og Glitnis teljast forgangskröfur í þrotabú bankanna samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Dómurinn úrskurðaði jafnframt að neyðar- lögin svokölluðu brytu ekki í bága við eignarréttar- vernd eða jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Héraðsdómur tók afstöðu til alls níu mála í gær- morgun þar sem þess var krafist að heildsöluinn- lán yrðu metin sem almennar kröfur í þrotabú bankanna. Slitastjórn Landsbankans hefur talið heildsöluinnlánin til forgangskrafna en slitastjórn Glitnis talið þau til almennra krafna. Héraðs- dómur staðfesti mat slitastjórnar Landsbankans og þar með þær forsendur sem gengið hefur verið út frá í útreikningum um mögulegan kostnað við fyrirliggjandi Icesasve-samninga. Samninganefnd Íslands í Icesave-deilunni sendi frá sér tilkynningu í kjölfar dómanna í gær. Þar segir að niðurstaða þeirra styrki forsendur Icesave- samninganna og dragi úr réttaróvissu um stöðu þeirra sem geri kröfu til að njóta forgangs við úthlutun úr búi Landsbankans. Af því leiði að slita- stjórnin geti að öllum líkindum hraðað úthlutun úr búinu frá því sem samninganefndin hafi gert ráð fyrir. Við það dragi markvert úr kostnaði ríkis- ins við vaxtagreiðslum af höfuðstól þeirrar fjár- hæðar sem íslenska ríkið endurgreiði Bretum og Hollendingum samkvæmt samningunum. Dómurinn hefur að öðru óbreyttu þau áhrif að almennir kröfuhafar í bú Glitnis munu fá minna í sinn hlut en áður hefur verið gert ráð fyrir. - mþl Héraðsdómur staðfestir forsendur Icesave-samningsins: Heildsöluinnlán forgangskröfur HÉRAÐSDÓMUR Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málunum níu verður áfrýjað til Hæstaréttar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÍLABEINSSTRÖNDIN, AP Fylgismenn Alassane Ouattara, réttkjörins forseta Fílabeinsstrandarinnar, umkringdu forsetahöllina í Abidj- an, stærstu borg landsins, í gær. Þar situr Laur- ent Gbagbo, for- seti undanfarin 10 ár, en hann hefur neitað að láta af völdum þrátt fyrir að hafa tapað for- setakosningum í haust. Stuðnings- menn mannanna tveggja sem tókust á í kosningunum hafa átt í átökum víða um landið. Nú sér hins vegar fyrir endann á þeim en búist er við því að Gbagbo verði komið frá völdum um helgina. - mþl Forsetahöllin umkringd: Gbagbo komið frá á Fílabeins- ströndinni LAURENT GBAGBO AFGANISTAN Tólf létust í mótmæl- um í afgönsku borginni Mazar-i- Sharif í gær, þar af þrír starfs- menn Sameinuðu þjóðanna, fjórir nepalskir öryggisverðir og fimm afganskir mótmælendur. Mótmælendurnir réðust inn á skrifstofur Sameinuðu þjóð- anna þegar þeir voru að tjá andúð sína á prestinum Wayne Sapp, sem brenndi Kóraninn í kirkju í Flórída 21. mars. Staðfest er að einn Svíi og einn Norðmaður létust en þjóðerni hins þriðja er óþekkt. - sh Blóðug mótmæli í Afganistan: Starfsmenn SÞ meðal látinna SPURNING DAGSINS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.