Fréttablaðið - 02.04.2011, Side 4

Fréttablaðið - 02.04.2011, Side 4
2. apríl 2011 LAUGARDAGUR4 BORGARMÁL „Ég get alls ekki samþykkt að við förum „írsku leiðina“ til að bjarga Orkuveit- unni,“ segir Þorbjörg Helga Vig- fúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, um fimmtíu milljón króna aðgerðaáætlun vegna fjárhagsvanda Orkuveitu Reykjavíkur, sem samþykkt var í borgarstjórn á fimmtudag. Minnihlutinn sat hjá þegar málið var borið undir atkvæði. „Við erum almennt á því að það þurfi aðgerðir en mér finnst ekki í lagi að allar byrðarnar séu lagðar á borgarbúa án þess að kanna hvort lánardrottnar taki ekki á sig kostnað líka enda bera þeir mikla ábyrgð.“ Hún segist hafa fengið þau svör frá meiri- h luta nu m á borgarstjórn- arfundinum á fimmtudag, þegar hún spurði hvort ekki hefði verið kannað hvort lánardrottnar hefðu til dæmis verið fáanlegir til að slá af skuldum, breyta tímasetning- um eða lækka vexti, að það hefði ekki verið gert. „Þetta er ámæl- isvert,“ segir hún. Með „írsku leiðinni“ vísar hún til þess þegar írska ríkis- stjórnin tók á sig alla ábyrgð af skuldum írska bankakerfisins. Í Fréttablaðinu í gær kemur fram sá misskilningur blaðamanns að hún hafi viljað fara „írsku leið- ina“, og leiðréttist það hér með. Hún var þvert á móti að gagn- rýna þá aðferð borgarstjórnar- meirihlutans. - gb Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir gagnrýnir björgunaraðferð meirihlutans: Ámælisvert að fara írsku leiðina ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR Í grein Svavars Gestssonar um veikt umboð í blaðinu í gær stendur að alltaf hafi verið samkomulag um stjórnarskrárbreytingar 1959, 1983, 1995 og 1999. Hið rétta er að alltaf var samkomulag nema 1959; þá vildu framsóknarmenn halda í einmenn- ingskjördæmin. ÁRÉTTING APRÍLGABB Umfjöllun Frétta- blaðsins á forsíðu og í Allt- kafla blaðsins í gær um að steikt tryppaeistu yrðu boðin til smakks í gamla söluturninum á Lækjartorgi í tilefni Hestadaga í Reykjavík var aprílgabb. Er Úlfari Eysteinssyni mat- reiðslumeistara á Þremur frökkum þökkuð fyrirhöfnin og gamansemin að spila með. - þlg Lesendur látnir hlaupa apríl: Tryppaeistun voru aprílgabb DÓMSMÁL Tæplega tvítugur pilt- ur hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir fíkniefnabrot. Pilturinn var undir áhrifum fíkniefna við akstur þegar lög- reglan stöðvaði hann. Reyndist hann vera með tölu- vert af maríjúana, kannabislauf- um og ofskynjunarsveppum á dvalarstað sínum. Kannabisefnin hafði hann ræktað frá byrjun júlí og þar til húsleitin var gerð og hald lagt á uppskeruna. - jss Tæplega tvítugur ákærður: Með maríjúana, lauf og sveppi HEILBRIGÐISMÁL Fyrsta hluta heilsu- farsrannsóknar sóttvarnalæknis vegna díoxínmengunar frá sorp- brennslum á Ísafirði, Kirkjubæjar- klaustri og Vest- mannaeyjum er lokið. Ákveðið var að taka sýni úr íbúum til að ganga úr skugga um hvort díox- ín, sem greinst hefur í skepn- um, afurðum og fóðri í nálægð við sorpbrennsluna Funa á Ísafirði, hefði náð til íbúa. Haraldur Briem sóttvarnalækn- ir segir að sýnatakan hafi gengið að óskum, þrátt fyrir að hún hafi dregist nokkuð frá því sem upp- haflega var áformað. Íbúar hafi sýnt mikinn samstarfsvilja. Næsta skref er að koma blóðsýnum, auk brjóstamjólkursýnis, á rannsókna- stofu erlendis til greiningar. Nið- urstaðna er að vænta eftir fimm til sex vikur. „Þetta er ekki stór hópur. Senni- lega tugur manns sem gaf blóð- sýni og ein kona sem gaf brjósta- mjólkursýni,“ segir Haraldur. „Síðan verða tekin töluvert fleiri viðmiðunarsýni; tíu á Ísafirði og tíu á höfuðborgarsvæðinu í fram- haldinu. Þetta verður talsvert stór hópur manna.“ Hluti af rannsókninni er að kanna blýmagn í hári, en ef blý mælist er líklegt að einnig sé þar að finna díoxín. Sérstök rannsókn á blýmagni í hári er síðan fyrir- huguð á vegum Háskóla Íslands og Matvælastofnunar; sótt hefur verið um styrki til þeirrar rann- sóknar, sem gæti hafist eftir nokkra mánuði. Meðal þeirra sem gáfu sýni á Ísafirði eru hjónin á Efri-Engi- dal, þar sem díoxín mældist upp- haflega í kúamjólk. Einnig í hópn- um er dóttir þeirra, sem gaf auk þess brjóstamjólkursýni, en hún bjó hjá foreldrum sínum á meðan hún gekk með barnið. Einn starfs- maður sorpbrennslunnar Funa gaf sýni. Haraldur ítrekar að hann eigi ekki von á að fólk hafi orðið fyrir heilsutjóni af völdum mengunar- innar. Hins vegar snúi rannsókn- in, sem á sér enga hliðstæðu hér á landi, að því mikilvæga atriði að leita upplýsinga um hvað gerðist í sveitar félögunum þremur. Rann- sóknin fellur inn í allsherjarút- tekt þar sem Umhverfisstofnun mun meðal annars gera sérstaka rannsókn á jarðvegi í nágrenni við sorpbrennslurnar, auk annarra svæða þar sem er mengandi starf- semi. Sýnatakan er áformuð í maí næstkomandi. svavar@frettabladid.is Sýnatöku úr íbúum vegna díoxíns lokið Lokið hefur verið við að taka sýni úr íbúum þriggja sveitarfélaga vegna díoxín- mengunar frá sorpbrennslum. Tekin voru blóð-, brjóstamjólkur- og hársýni. Tekin voru sýni úr tug manna. Háskóli Íslands undirbýr stóra rannsókn. BLÓÐTAKA Tekin hafa verið sýni úr einstaklingum sem ætla má að hafi komist í snertingu við díoxín. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. HARALDUR BRIEM GENGIÐ 01.04.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 216,2161 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,27 114,81 183,38 184,28 161,58 162,48 21,668 21,794 20,646 20,768 18,073 18,179 1,3646 1,3726 180,56 181,64 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is FORSTJÓRI NASDAQ OMX Robert Greifeld sagði í samtali við erlenda fjöl- miðla í gær sameinaða kauphöll geta orðið sterka. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP VIÐSKIPTI Kauphallarsamstæðan Nasdaq OMX og evrópski mark- aðurinn Intercontinental Exc- hange lögðu í gær fram tilboð í hlutabréfamarkaðinn NYSE Euronext upp á 11,3 milljarða dala, jafnvirði tæpra 1.300 milljarða króna. Nasdaq OMX samanstendur af Nasdaq-markaðnum í Bandaríkj- unum, mörkuðum í fjórum Norð- urlandaríkjum og í Eystrasalts- ríkjunum. Kauphöllin hér er hluti af samstæðunni. Bandaríska dagblaðið Los Angeles Times segir boðið geta sett strik í reikninginn enda hafi stjórn NYSE Euronext þegar tekið tilboði þýsku kauphallar- innar upp á 9,5 milljarða dala. - jab Bandarískur risi gæti orðið til: Nasdaq OMX býður í NYSE Bjóði út rekstur Salalaugar Tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til í bæjarráði Kópavogs að rekstur Salalaugar verði boðinn út. „Útboð myndi leiða í ljós hvort hægt væri að létta á bæjarsjóði, lífga upp á rekstur laugarinnar og hækka þjónustustigið við íbúana,“ segir í til- lögunni. Afgreiðslu hennar var frestað. KÓPAVOGUR FÓLK Frjósemi mældist hæst á Íslandi í nýlegri könnun Eurostat, tölfræðistofnunar ESB, á barneignum í ríkjum ESB, EFTA og umsóknarlöndum ESB. Þar kom í ljós að hver kona á Íslandi átti 2,23 börn árið 2009, sem er aukning frá árinu 2003 þegar samsvarandi fjöldi var 1,99. Næstu lönd eru Tyrkland, með 2,10 börn á hverja konu árið 2009, Írland með 2,07 og Frakk- land með 2,00 börn. Meðaltalið fyrir ESB-ríkin 27 var 1,60 börn árið 2009 og hafði hækkað úr 1,47 árið 2003. - þj Tölfræði um barneignir: Íslenskar konur þær frjósöm- ustu í Evrópu VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 21° 22° 21° 15° 23° 24° 12° 12° 20° 15° 22° 11° 29° 6° 22° 16° 7° Á MORGUN Hæglætis veður. MÁNUDAGUR 8-15 m/s SV-til, annars hægari. 2 2 3 3 3 -1 4 7 7 5 5 6 5 5 6 4 7 4 6 3 5 4 1 1 5 6 2 3 2 2 5 4 HÆGLÆTIS VEÐUR Það verður lítið hægt að kvarta undan veðrinu í dag. Hæglætis veður, úrkomulítið og nokkuð bjart. Það verður samt dálítið svalt norð- austan til og lítur út fyrir slyddu eða sjókomu þar á sunnudag. Suð- vestanátt með vætu og hlýindum seint á mánudag. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.